Tímaskráning, viðverðuskráning og verkskráning | Bakvörður

Einfalt og þægilegt tímaskráningarkerfi

Bakvörður xpress er seldur í áskrift og auðvelt er að panta kerfið á netinu. Ekki þarf að setja upp neinn hugbúnað heldur er kerfið tilbúið til notkunar.

Kostir og eiginleikar

 • Stimplunarmöguleikar: Einfalt og fljótlegt er að setja upp aðgang að stimplun yfir vefinn. Starfsfólk getur einnig stimplað sig inn og út í gegnum síma eða skráningarstöð.
 • Kerfið sparar tíma: Bakvörður xpress skilar skýrslu um tímaskráningar tilbúnar til skráningar í launakerfi, þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað. Markmiðið er að koma í veg fyrir tvískráningar og minnka líkur á villum.
 • Meiri yfirsýn: Bakvörður xpress veitir stjórnendum betri yfirsýn yfir tímanotkun og fjarveru. Kerfið setur að auki upp skýrslur sem einfalda og flýta fyrir yfirferð tímaskráninga. Að auki er hægt að gefa starfsmönnum aðgang að sínum skráningum til að skoða eða breyta.

Í boði eru fjórir skráningarmöguleikar:

 • Vefstimplun, starfsmenn stimpla sig inná vefsíðu, hvort sem það er í gegnum tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.
 • Símastimplun.
 • Stimplunarforrit Bakvarðar xpress sem keyrir á tölvu starfsmanns.
 • Skráningarstöð, hægt er að kaupa nettengda skráningarstöð. Verð frá kr. 135.000.- án VSK

Innifalið í áskrift er eftirfarandi: 

 • Aðgangur starfsmanna að eigin skráningum. 
 • Aðgangur fyrir einn starfsmann til að yfirfara og staðfesta tímaskráningar, auk þess að prenta úr skýrslur og yfirlit. 
 • Fjórar fastar reiknireglur. 
 • Innstimplun starfsmanna í gegnum vef og síma
 • Símaþjónusta að ákveðnu hámarki (10 mín á símtal).
 • 15% afsláttur af ráðgjöf.

Einnig er hægt að bæta við:

 • Ef fleiri stjórnendur þurfa aðgang er hægt að bæta við viðbótarstjórnanda.
 • Ef þörf er á frekari kjaraútreikningum er hægt að kaupa viðbótarreglu.
 • Hægt er að kaupa vefþjálfun með ráðgjafa Advania.

Reglur fyrir útreikninga á tímum: 

 • Rúnun: 10 mínútur fyrir heila tímann og 5 mínútur yfir heila tímann rúnast af t.d. ef starfsmaður mætir á bilinu 07:50 til 08:05 þá reiknast unninn tími frá 08:00 ef starfsmaður fer á bilinu 15:50 og 16:05 þá reiknast unninn tími frá 16:00.
 • Matur frádreginn: Klukkutími dreginn af í mat, t.d. starfsmaður fær 8 tíma í dagvinnu fyrir vinnu frá 08:00-17:00 
 • Yfirvinna: Yfirvinna reiknast eftir 8 tíma í dagvinnu. 
 • Vinnuskylda: Vinnuskylda virka daga = 8 tímar.
 • Staðinn tími: Starfsmaður fær greitt fyrir staðinn tíma, t.d. vinna frá 08:00-16:00 skilar 8 tíma í dagvinnu. 
 • Engin vinnuskylda: greitt fyrir unna tíma.