TOK sjómannalaun - öflug lausn fyrir launaútreikninga í sjávar

TOK Sjómannalaun halda utan um aflaverðmæti og uppgjör veiðiferða

TOK Sjómannalaun halda utan um allt sem snertir sjómannaafslátt, fæðispeninga og allt sem viðkemur staðgreiðslu skatta. Hægt er að vinna hvert uppgjör fyrir sig og skrá inn upplýsingar um leið og þær berast. Auðvelt er að fylgjast með stöðu uppgjörs og launþega. 

Helstu kostir

 • Hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum
 • Tilbúið fyrirtæki fylgir með greiðslutegundum
 • Heldur utan um orlof
 • Flutningur yfir í fjárhagsbókhald
 • Rafræn skil
 • Einfalt að sjá um uppgjör kauptryggingar og halda utan um fyrirframgreiðslur auk annarra frádráttarliða. 
Ummæli
Mér finnst kerfið ekki flókið í notkun. Deildaskiptingin í kerfinu er öflug og einföld. Ferli launaútreikningsins finnst mér léttur og auðveldur.
 • Þórður Stefánsson, bókhaldssþjónusta Grenivíkur

Helstu eiginleikar TOK Sjómannalauna

 • Hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum
 • Tilbúið fyrirtæki fylgir með greiðslutegundum
 • Heldur utan um orlof
 • Flutningur yfir í fjárhagsbókhald
 • Hægt að skipta launakostnaði niður á víddir:  deildir og verkefni
 • Rafrænir launamiðar, launamiðar í skrá og launaframtal
 • Heldur utan um fjarvistir starfsmanna
 • rafrænir launaseðlar
 • Rafræn skil á staðgreiðslu og launatengdum gjöldum
 • Innlestur úr tímaskráningarkerfum beint í dagbók
 • Fjöldi skýrslna
 • Gögn fyrir Kjararannsóknanefnd

 Hægt er að taka út eftirfarandi skýrslur og yfirlit:

 • Heildartölur veiðiferða 
 • Launamiðar til skatts 
 • Orlofsgreiðslur 
 • Bankainnlegg 
 • Veiðiferðayfirlit 
 • Bókhaldslista 
 • Skilagreinar v/staðgreiðslu og launatengdra gjalda 

Skráning upplýsinga er skýr og einföld. Þegar búið er að skrá grunnupplýsingar, svo sem um launþega, kaupskrá sjómanna, skipa og aðila sem útgerðin skiptir við, er eftirleikurinn auðveldur. Skip er mannað, niðurstöður veiðiferðar skráðar og laun sjómannanna gerð upp.

Með TOK Sjómannalaunum fylgir öflug vefhjálp með góðum upplýsingum um notkun kerfisins.

TOK þjónusta gerir lífið léttara

Með því að bæta við þjónustusamningi tryggir þú þér aðgang að ráðgjöf, reglulegum uppfærslum og ýmsu öðru sem auðveldar þér lífið í þínum daglega rekstri.

Þjónustuver TOK - 440 9900

TOK þjónustuverið er opin frá kl. 9 til 17 virka daga. Þar svarar starfsfólk TOK þjónustunnar þínum spurningum, aðstoðar og styður við þig og þína starfsemi. Kannski hefur eitthvað breyst í verkferlum fyrirtækisins, þú þarft að vinna aðgerð sem þú gerir sjaldan, eða nýr starfsmaður hefur hafið störf?

Fræðsla

TOK Viðskiptavinir með þjónustusamning fá eitt frítt námskeið fyrir einn starfsmann á ári ásamt 15% afslátt af öðrum námskeiðum sem Advania býður upp á.
 

Uppfærslur

Þegar þú kaupir TOK Sjómannalaun, samræmist kerfið þeim lögum og reglugerðum sem gilda þegar kerfið er keypt.  Hins vegar breytist markaðsumhverfi fyrirtækja stöðugt og hafa þessar breytingar bein áhrif á daglegan rekstur fyrirtækja. Með þjónustusamningi getur þú verið viss um að kerfið þitt sé í takt við þau lög og reglugerðir sem gilda á hverjum tíma.
 

Margt fleira

Að auki er margt fleira innifalið í þjónustusamningi. Þar á meðal er 15% afsláttur af útseldri vinnu og fjartengingum, rafrænt fréttabréf TOK, fræðslumorgnar og margt fleira.

 • Hvað geri ég ef ég lendi í vandræðum?
  Þjónustudeild okkar er ætíð tilbúin að liðsinna þér ef þú lendir í einhverjum vandræðum. Hægt er að hafa samband við okkur í síma 440 9000.
 • Er erfitt að nota TOK Sjómannalaun?
  Nei, markmið þróunar á TOK Sjómannalaunum er ætíð að reyna að gera vinnu við launaútreikning einfalda og þægilega.
 • Er hægt að vera með fleiri en einn notanda inni í TOK Sjómannalaunum í einu?
  Já, þú kaupir einfaldlega leyfi fyrir fleiri notendur.
 • Verð ég að kunna allt um laun til að geta notað TOK Sjómannalaun?
  Launakerfi geta aldrei gert allt og þarft þú t.d. að geta sett inn launakjör einstakra starfsmanna í samræmi við kjarasamninga og lög sem gilda. Ákveðin grunnþekking er því nauðsynleg. Þú getur aflað þér þessarar þekkingar, t.d. með því að hafa samband við samtök atvinnurekenda, Ríkisskattstjóra og lífeyrissjóði.
 • Er hægt að nota TOK með öðrum kerfum eins og t.d. tímaskráningarkerfum?
  Já, hægt er að lesa inn skrár úr Bakverði , Tímon, Marel og fleiri tímaskráningarkerfum. Einnig er hægt að senda upplýsingar um launauppgjör yfir í TOK bókhaldskerfin , Microsoft Dynamics Ax (Axapta) , TOK plús og fleiri bókhaldskerfi.
 • Hvaða stýrikerfi þarf til að keyra TOK Sjómannalaun?
  Við mælum með Windows XP, Vista eða Windows 7 fyrir nýjustu útgáfurnar af TOK Sjómannalaunum.
 • Get ég stækkað TOK Sjómannalaun ef starfsmönnum fjölgar?
  Já, þú getur alltaf uppfært í stærra kerfi þegar að því kemur. Við tökum einfaldlega hitt kerfið upp í.
 • Hvernig læri ég að nota TOK Sjómannalaun?
  Við leggjum áherslu á að notandi fái hnitmiðaða þjálfun og kennslu í notkun á kerfinu um leið og það er sett upp. Einnig eru hjálparhnappar tengdir við vefhjálp beint innan úr kerfinu. kennslumyndbönd er að finna á Youtube síðunni okkar www.youtube.com/toklausnir. Við bjóðum einnig upp á námskeið fyrir þá sem það vilja.
 • Get ég reiknað laun starfsmanna í landi?
  Já, TOK Sjómannalaun eru einmitt hönnuð með það í huga að hægt sé að reikna laun fólks í landi og á sjó í einu og sama kerfinu.
 • Hvernig eru TOK Sjómannalaun sett upp?
  Við setjum upp kerfið fyrir þig. TOK Sjómannalaunum fylgir uppsetning og kennsla í allt að 8 klst án aukakostnaðar.
 • Hvernig veit ég hvaða kerfi ég þarf?
  Við viljum að þú veljir rétta stærð af TOK Sjómannalaunum, hvorki of lítið né of stórt. Minnsta Sjómannalaunakerfið er fyrir hámark 3 launþega og það stærsta fyrir ótakmarkaðan fjölda starfsmanna.

Kerfiskröfur fyrir TOK Sjómannalaun

Uppsetning
Kerfiskröfur
Stýrikerfi

TOK PSQL v11 miðlari 2 gb. vinnsluminni
50gb. diskapláss
XP/2003/Vista/
2008/Windows 7
TOK PSQL v11 vinnustöð * 1 gb. vinnsluminni
40gb. diskapláss
XP/2003/Vista/
2008/Windows 7

* Ef fjöldi notenda er orðinn meiri en 3 mælum við með því að settur sé upp sérstakur netþjónn með afritunarkerfi.