Umsókna- og ráðningakerfi :: Advania

Umsókna- og ráðningakerfi

Snorri Páll Jónsson
440 9424

Kerfi sem fullvinnur starfsumsóknir frá upphafi til enda

Umsókna- og ráðningakerfi Advania er veflausn, hönnuð með það fyrir augum að fullvinna starfsumsóknir frá upphafi til enda á markvissan hátt. Kerfið gerir notendum kleift að skrá laus störf til umsóknar beint á heimasíðu fyrirtækis eða stofnunar, taka á móti umsóknum og aðstoða við að finna hæfasta einstaklinginn út frá fyrirfram skilgreindum mælikvörðum.

Helstu kostir kerfisins:

  • Þægilegt vefviðmót sem er einfalt í notkun
  • Heldur utan um allt ráðningarferlið
  • Staðlað ferli ráðninga sem gerir alla vinnu markvissari
  • Eykur líkur á vel heppnaðri ráðningu og sparar tíma ráðningaraðila
  • Getur tengst ólíkum mannauðs- og launakerfum og auðvelt að séraðlaga
  • Hægt að leigja, kaupa eða fá kerfið í hýsingu
Ummæli viðskiptavinar
Umsókna- og ráðningakerfi Advania einfaldar alla flokkun umsókna, svörun þeirra og utanumhald ráðningarferlisins og hefur auðveldað mína vinnu mikið þegar kemur að utanumhaldi og úrvinnslu starfsumsókna.
  • Anna Dóra Guðmundsdóttir

Svarbréf

Boðið er upp á stöðluð en sveigjanleg svarbréf til samskipta við umsækjendur gegnum valferlið, sem unnt er að senda rafrænt eða með formlegri hætti.

Ráðningarsamningur

Þegar ráðningarferlinu lýkur með ráðningu er ráðningarsamingur útbúinn í kerfinu áður en umsækjandi er sendur inn í mannauðskerfi til launasetningar ásamt ráðningarsamningi hans.

Tenging við önnur kerfi

Kerfið er hannað til að tengjast ólíkum mannauðs- og launakerfum. Kerfið samnýtir aðgangsstýringar og vallista þeirra og er því ekki háð neinni tiltekinni tegund kerfa.

Viðbótarþjónusta

Auk umsókna- og ráðningakerfis, getur Advania boðið starfsmannakerfi, vakta- og viðverukerfi, launakerfi og launaþjónustu sem notuð eru af fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum. Hægt er að sérsníða þau að þörfum hvers og eins eða kaupa staðlaðar prófaðar lausnir.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?

Takk fyrir að gefa þér tíma í að senda okkur línu.
Upplýsingarnar frá þér verða notaðar til að bæta gæði og þjónustu og upplýsingar á vef Advania.