Signet

Sigurður Másson
440 9997

Sparaðu þér sporin með rafrænum undirritunum

Þú átt ekki að þurfa að mæta á staðinn til að skrifa undir lánasamninga, fundargerðir, eignaskiptayfirlýsingar, kaupmála eða hvað annað sem þarfnast undirritunar. Með Signet getur þú undirritað skjöl á rafrænan máta, hvar og hvenær sem er.

Það eina sem þarf er netsamband og rafræn skilríki í símanum, eða á snjallkorti. Skjöl til undirritunar verða að vera á .pdf formi.

Lagalega jafngildar hefðbundnum undirritunum 

Signet styður fullgild rafræn skilríki frá Auðkenni. Undirritanir sem gerður eru með Signet standast kröfur laga nr. 28/2001 til fullgildra rafrænna undirritana og eru því lagalega séð jafngildar hefðbundnum undirritunum með penna.

Nú er ekki lengur þörf á að flakka milli staða til að undirrita skjöl á borð við lán, 
Nú er ekki lengur þörf á að flakka milli staða til að undirrita skjöl á borð við lán, 

Ekki lengur þörf á vottum

Skjöl sem eru undirrituð með Signet eru með svokallaðri langtíma undirritun, sem táknar að undirritunin inniheldur vottaða tímasetningu sem og staðfestingu á því að rafrænu skilríkin sem beitt var voru í gildi þegar undirritunin var framkvæmd. Þetta táknar með öðrum orðum að skjölin eru með vottuðum tíma sem og vottun á að sá sem undirritar er sá sem hann segist vera. Í ljósi þessa er ekki lengur þörf á sérstökum vottum að undirritun þegar skjöl eru rafrænt undirrituð með Signet.

Öryggi

Signet er afar öruggt, hannað af öryggissérfræðingum Advania. Aðgangur að Signet er varinn með rafrænum skilríkjum. Öll samskipti eru dulkóðuð sem og allar upplýsingar sem settar eru inn í Signet. Þannig eru öll skjöl sem send eru inn í Signet, á dulkóðuðu formi. Notendur Signet geta treyst að undirritendur eru þeir einu sem mögulega geta séð viðkomandi skjal.