Symantec

Öryggislausn fyrir Internetið

Symantec er leiðandi aðili í öryggislausnum fyrir Internetið, lausnum sem tryggja að hægt er að eiga örugg samskipti yfir Internetið.

Traust samskipti á netinu

 • Advania er umboðsaðili Symantec á Vestur Norðurlöndum. 
 • Í húsakynnum Advania er vottunarstöð fyrir rafræn skilríki sem byggir á fullkomri tækni og ströngum vinnuferlum frá Symantec 
 • Allar umsóknir um rafræn skírteini fara fram rafrænt og er umsóknarferlið fljótlegt og einfalt.  
 

 

Öruggt aðgengi að læstum vefsvæðum

Þessi lausn er ætluð þeim sem vilja veita skilgreindum notendum aðgang að læstum vefsvæðum eða kerfum á vefsetri sínu. Í stað aðgangs- og lykilorða fá notendur úthlutað rafrænu skilríki sem vottar á sannanlegan hátt að um réttan notanda sé að ræða. Öruggt aðgengi að vefsvæðum er að finna víða svo sem hjá netbönkum, framleiðslufyrirtækjum og opinberum stofnunum.

Ávinningur af þessari lausn er:

 • Þægilegt og notendavænt viðmót inn á vef fyrirtækisins
 • Einfaldari umsýsla við úthlutun aðgangsheimilda
 • Einfaldari umsýsla notenda
 • Unnt er að undirrita færslur eða gögn á skuldbindandi hátt með rafrænum hætti
 • Einföld stjórnstöð fyrir aðgangsstjóra vefsetursins
 • Aukið öryggi gegn tölvuinnbrotum
 • Öll notkun er rekjanleg með sannanlegum hætti
 • Minna áreiti á þjónustuver þar sem notandi þarf ekki að muna aðgangs- og lykilorð
 • Einungis réttur notandi getur komist í tengingu
 • Ekki er hægt að stela eða hlera lykilorð að vefsvæðinu
 • Möguleiki á að afturkalla aðgang samstundis
 • Sterkari ímynd fyrirtækisins

Öruggur tölvupóstur gerir notendum kleift að staðfesta uppruna tölvupósts með rafrænni undirskrift. Undirskrift virkar eins og innsigli, þannig að móttakandinn verður var við ef átt hefur verið við innihald póstsins. Einnig geta notendur látið læsa viðkvæmum tölvupósti til sín þannig að eingöngu réttur móttakandi geti opnað hann. Allan almennan tölvupóst er hægt að hlera, bæði þegar hann fer milli staða og í kerfum sendanda og móttakanda, þar sem kerfisstjórar geta skoðað allan tölvupóst sem ekki er varinn. Ágæt samlíking er að almennur tölvupóstur er eins og opið póstkort, þar sem póstburðarmenn geta auðveldlega séð innihald póstsins.

Tölvupóstur er rafrænt undirritaður og þar með er uppruni tryggður með sannanlegum hætti

 • Móttakandi getur strax séð hvort innihaldi tölvupóstsins hafi verið breytt
 • Opnar leið til að eiga skuldbindandi samskipti gegnum tölvupóst
 • Opnar möguleika á að eiga hnattræn samskipti með viðkvæmar trúnaðarupplýsingar
 • Einföld leið til að dulrita viðkvæman tölvupóst þannig að aðeins réttur viðtakandi geti lesið hann
 • Lausn sem hamlar gegn upplýsingaleka í tölvukerfum
 • Lausn sem sannar upphaflegt innihald tölvupósts.

Öruggur tölvupóstur hefur verið í notkun hjá Advania um nokkurt skeið. Lausnin er mikilvægur liður í ímynd fyrirtækisins þar sem öruggur tölvupóstur tryggir örugga miðlun upplýsinga. Ennfremur má færa rök fyrir því að tími starfsmanna hafi nýst betur, þar sem hægt er að senda boð sem krefjast undirskriftar með tölvupósti í stað bréfasíma eða boðsendingar. Ef þú færð tölvupóst með rafrænni undirskrift þá veist þú að allt er í stakasta lagi.

 

Mörg fyrirtæki vilja leyfa starfsfólki sínu og/eða viðskiptavinum að tengjast staðarneti sínu. Aðilum sem er umhugað um öryggi nota til þess dulkóðaða tengingu frá notanda inn á staðarnetið. Öruggt staðarnet miðar að því að bæta þessa tengingu. Í stað þess að nota aðgangs- og lykilorð til auðkenningar, fær notandinn úthlutað sérstöku rafrænu skilríki sem hann notar í staðinn. Öruggt staðarnet tryggir með sannanlegum hætti að eingöngu réttir aðilar geti notað sýndarnet fyrirtækisins til að komast í tengingu.

Ávinningur af þessari lausn er meðal annars

 • Öryggi
 • Rekjanleiki
 • Vissa um hver er að koma inn á staðarnetið
 • Auðveldari umsýsla við úthlutun aðgangsheimilda til notenda
 • Starfsfólk getur hvaðan sem er komist í samband við innri kerfi fyrirtækisins
 • Hægt er að hafa starfsfólk í vinnu hvar sem er, jafnvel í öðrum löndum.
 • Betri nýting starfskrafta
 • Meira öryggi gagna - gögn fara ekki á flakk - afritun tryggð

Öryggi skiptir Advania miklu máli. Advania býður starfsfólki sínu öruggt aðgengi að innraneti sínu að heiman eða á ferðalögum. Þar eru geymd viðkvæm gögn sem ekki mega komast í hendur óviðkomandi aðila. Hefðbundin högun með notandanafni og lykilorði er ekki nægjanlega örugg og því var ekki opnað fyrir aðgang starfsmanna Advania utanfrá fyrr en lausn frá VeriSign hafði verið innleidd. Þetta hefur fært Advania mikla hagræðingu, bæði nýtist starfsfólk betur og að auki hefur þetta opnað leið fyrir fyrirtækið til að taka inn verktaka erlendis frá. Öruggt aðgengi að staðarneti Advania hefur einnig fært starfsfólki meiri möguleika á sveigjanlegum vinnutíma sem og að það getur nálgast gögn sín hvenær sem er.

Traust vottun vefsetra

Ein helsta hindrun viðskipta á vef er traust, það er að viðskiptavinurinn er ekki sannfærður um að þær upplýsingar sem hann sendir séu að ekki hleraðar eða komist í rangar hendur. Symantec vottun á vefsvæði miðar að því að eyða þessari hindrun og skapa gagnkvæmt traust. Vottun vefsvæða er útbreiddasta lausn Symantec og er notuð af öllum helstu fyrirtækjum sem bjóða þjónustu á vefnum bæði hér heima og erlendis. Má þar nefna alla íslensku bankana, helstu vefverslanir og opinber fyrirtæki. 

Ávinningur af þessari lausn er meðal annars

 • Sannanleg vottun um að þú sért staddur á réttum stað (auðvelt er að falsa vefi og þykjast vera annað fyrirtæki en notandinn heldur)
 • Örugg SSL tenging sem tryggir að öll samskipti séu dulrituð og ólesanleg af utanaðkomandi aðilum
 • Aukið traust notenda á að nota vefsetrið
 • Traust ímynd

Vantraust hefur haldið aftur af auknum viðskiptum á Netinu, enda fer tölvuglæpum sífellt fjölgandi. Af þeim sökum er markaðurinn fyrir þessa vöru mjög virkur og vaxandi, enda vilja traust fyrirtæki ekki láta óprúttna aðila skemma fyrir sér þá hagræðingu sem þau geta notið með því að nýta sér möguleika Netsins.

Við hjá Advania bjóðum ráðgjöf og þarfagreinginu í tengslum við rafræn skilríki. Advania leggur áherslu á að vinna með stjórnendum í hverju tilviki fyrir sig, við val á lausn.

Verðlisti

Vara Verð
Rafræn skilríki 25 USD
Vottað rafrænt skilríki 80 USD

Vottun á vefsvæði með 40 bita dulkóðun

Vottun á vefsvæði með 40 bita dulkóðun

399 USD  hvert ár

695 USD tvö ár

Vottun á vefsvæði með 128 bita dulkóðun 995 USD hvert ár
Tveggja ára vottun á vefsvæði með 128 bita dulkóðun 1.790 USD  tvö ár
Öruggt vefsvæði OnSite® lite Tilboð miðað við þarfir
Fyrirtækjalausnir - OnSite® GoSecure!sm Tilboð miðað við þarfir
Fyrirtækjalausnir - IPSec Tilboð miðað við þarfir
Fyrirtækjalausnir - Trusted VPN Tilboð miðað við þarfir
Ráðgjöf - Þarfagreining Fast tilboð