S-Change :: Advania

S-Change

Kröfur markaðarins um að geta skipt um söluaðila á orku krefjast hugbúnaðarkerfa, sem geta ráðið við ferilinn sem lýtur að skiptum á söluaðila.

Til að viðhalda arðsemi orkuveitna verður umsýslan við að skipta um orkusöluaðila að gerast á einfaldan og hentugan máta.

S-change er kerfiseiningin sem gerir vinnuferla við skipti á söluaðila sjálfvirka.

Kerfiseiningin hvílir á tveimur stoðum:

  • Meðhöndlun á erindum/skeytum
  • Samskipti í gegnum EDI.

Meðhöndlun S-change á erindum er sjálfvirk á netþjóninum og á þann hátt næst mikil skilvirkni og sjálfvirkni í skiptum á söluaðila. Skilaboð um skiptin berast til Netorku og annarra aðila í gegnum innbyggða EDI tengingu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?

Takk fyrir að gefa þér tíma í að senda okkur línu.
Upplýsingarnar frá þér verða notaðar til að bæta gæði og þjónustu og upplýsingar á vef Advania.