LS Retail

Verslunarlausnum LS Retail er skipt í einingar sem henta mismunandi gerðum verslunarreksturs hvort sem um er að ræða sérvöru, smávöru, vöruhús, heildsölu eða netsölu. Þær eru í notkun hjá tugum íslenskra fyrirtækja og hjá hundruðum fyrirtækja út um allan heim. Verslunarkerfið er sérstaklega hannað fyrir atvinnugreinar á sviði matvöru, tískuvöru, verslunar- og veitingastaða sem og sérvöru.

LS Retail lausnir hafa verið þýddar á 30 tungumál og er dreift um net nær 100 erlendra söluaðila í 40 löndum. Þær hafa átt velgengni að fagna, jafnt hér heima sem erlendis, og unnið til fjölda viðurkenninga og tilnefninga, s. s. Microsoft RAD finalist 2003 (Retail Application Development).  Viðskiptavinum fjölgar bæði hérlendis og erlendis en lykillinn að velgengi verslunarlausna Advania eru öflug kerfi, velheppnaðar uppsetningar og ánægðir viðskiptavinir.

Eftirfarandi lausnir eru í boði:
  • LS Easy Retail - Verslunarlausn fyrir smærri fyrirtæki
  • LS Hospitality - Veitingahúsalausn
  • LS Retail - Verslunarlausnir
  • LS Retail AX - Verslunarlausn fyrir Axapta