Greiningartól, samræming gagna og áætlunargerð | IBM Cognos

Blogg Ítarefni IBM Case Study

Lausnirnar frá IBM Cognos miða að samræmingu gagna um fyrirtækið á ákveðið form til að stjórnendur geti unnið úr þeim verðmætar upplýsingar um rekstur og stöðu fyrirtækisins og einfaldað ákvarðanatöku. Með lausnunum frá IBM Cognos er komið á tengingu við gagnagrunna fyrirtækisins og þeim umbreytt yfir á form sem hægt er að brjóta niður og greina á margvíslegan máta.

Helstu kostir IBM Cognos

 • Öflugt greiningartól
 • Auðveld upplýsingadreifing með vefviðmóti
 • Persónuleg stjórnborð og virkar skýrslur og greining án innskráningar
 • Möguleg fjartenging í gegnum síma
 • Auknir hópvinnu- og samskiptamöguleikar með tengingum við blogg-, wikisíður og spjallborð
 • Öflug en einföld áætlanagerð
 • Öflugar aðgangsstýringar og gagnaöryggi
Ummæli
Við notum IBM Cognos við alla greiningu og skýrslugerð innanhúss hér í viðskiptadeild. IBM Cognos er einnig notað við skýrslugerð til ytri aðila og viðskiptavina okkar. Kerfið er sérstaklega þægilegt og einfalt í notkun.
 • Guðmundur Guðmundsson, deildarstjóri Viðskiptadeildar hjá RARIK

IBM Cognos Express er fyrsta samtvinnaða greiningar og áætlanagerðartól á markaðnum og er sérstaklega gert  fyrir meðalstór fyrirtæki. Í því  er hægt að gera skýrslur, greiningar, mælaborð, skorkort, áætlanir, fjárveitingar, spálíkön sem mæta þörfum fyrirtækja á verði sem þau ráða við. Þessu er pakkað saman í lausn sem er þægilegt að setja upp, er einfalt í notkun og auðvelt að kaupa.

IBM Cognos Express sér fyrirtækjum fyrir samræmdum og áreiðanlegum upplýsingum til að svara lykilspurningunum: Hvernig gengur? Hvers vegna? Og hvað ættum við að vera að gera? Með ályktunum dregna af þessum spurningum geta stjórnendur tekið betri og hraðari ákvarðanir til að ná fram meiri framlegð, minnka kostnað og komið auga á nýja vaxtarmöguleika.

IBM Cognos Express er með allt sem þarf fyrir fyrirtæki af öllum stærðum sem vilja útvíkka notkun viðskiptagreindar og vilja geta byrjað strax. Það býður uppá öfluga greiningarmöguleika sem er auðvelt að nota bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

IBM Cognos Planning

Til að komast hratt og vel á áfangastað skiptir miklu að vita hvert er verið að stefna. Í fyrirtækjarekstri gegna áætlanir lykilhlutverki. IBM Cognos Planning er samhæfður hugbúnaður fyrir áætlanagerð.

 • Skilgreinir markmið fyrirtækisins
 • Skipuleggur aðgerðir í gegnum áætlanir
 • Tengir framleiðslu og fjármáladeildir
 • Eykur sveigjanleika
 • Greinir árangur

Frekari upplýsingar um IBM Cognos Planning

IBM Cognos BI 

Lausnir IBM Cognos á sviði viðskiptagreindar geta á skjótan máta veitt svör við flóknum fyrirspurnum og svarað nýjum spurningum sem vakna í kjölfarið. Með Cognos BI svítu af afurðum hefur IBM Cognos komið saman á einn stað öllum þeim tólum sem nauðsynleg eru viðskiptagreind

IBM Cognos BI er eitt samhæft kerfi með einu og sama vefviðmótinu fyrir allar lausnir. Kerfið býður upp á sjálfsafgreiðslu notenda á upplýsingum, hvort heldur sem er með skýrslum, greiningum, stjórnborðum eða skorkortum.

Einfalt og notendavænt viðmót tryggir að lítill tími fer í að útbúa ítarlegar skýrslur á grundvelli þeirrar greiningar sem ráðist er í. Með IBM Cognos er hægt að beita margvíðri greiningu á gögn.
Með margvíðri greiningu geta notendur greint gögn með því að stilla þeim upp í mismunandi samhengi eða líkön sem endurspegla skilning þeirra sjálfra á fyrirtækinu og rekstri þess.

IBM Cognos Insight 

IBM Cognos Insight er ný vara sem hægt er að nota sjálfstætt á eigin tölvu eða sem hluta af Cognos Enterprise BI eða TM1. Cognos Insight er ætlað notendum sem eru sjálfstæðir í hugsun, vinna hratt og vilja sjá niðurstöðu strax. Þetta er snilldarlausn sem uppfyllir kröfur um greiningarþörf og einfalda áætlanagerð.

Helstu kostir:

 • Mjög hraðvirkt, skilar niðurstöðu strax
 • Auðvelt að dreifa upplýsingum til annarra 
 • Ódýr lausn sem nýtist þeim sem sem eru nýir í greininni 
 • Sjálfstæð eining fyrir þá sem vilja gera greiningar á eigin forsendum til hliðar við stór kerfi
 • Auðvelt að setja upp og nota án aðstoðar tæknimanna

Ráðgjafafyrirækið Forrester gerði greiningu á sjálfþjónustu vörum frá stærstu birgjunum og kom Cognos Insight best út úr því mati. Sjá má matið hér.

Á síðunni analyticszone.com frá IBM er hægt að hlaða niður IBM Cognos Insight vörunni.