Þjónusta

Olga Helena Kristinsdóttir
440 9600

Getum við aðstoðað?

Hjá Advania starfar stór hópur sérfræðinga í tengslum við ráðgjöf og þjónustu á Microsoft Dynamics AX.  Um er að ræða reynslumikinn hóp með mikla þekkingu á ráðgjöf og þjónustu við kröfuharða viðskiptavini.

Okkar viðfangsefni eru innleiðingar, ráðgjöf, verkefnastýring, þjónustuheimsóknir, móttaka þjónustusímtala og þjónustubeiðna. Við erum einnig með þjónustuver þar sem tekið er á móti símtölum alla virka daga frá 9-12 og 13-17. Við viljum hvetja þá sem eru með tengiliðasamning að nýta sér líka þjónustu þjónustuversins ef á þarf að halda.

Getum við aðstoðað þig við að nýta þitt kerfi betur?  Okkar hlutverk er ekki bara þjónusta við kerfi viðskiptavina heldur líka að kenna þeim að nýta kerfið betur. Við bjóðum einstaklingsmiðaða kennslu og úrval af námskeiðum.

Hver er starfsmannastefnan í þínu fyrirtæki ?

Hvað með endurmenntun? 

Endurmenntun í formi námskeiðs í Dynamics AX: 

  • Eykur þekkingu starfsmanns 
  • Eykur sjálfstraust starfsmanns 
  • Eykur ánægju starfsmanns í lífi og starfi 
  • Eykur færni og sparar vinnu 
  • Eykur verðmætasköpun mannauðs í fyrirtækinu 

Advania notar hugbúnaðinn Logmein, sem gerir þjónustufólki okkar kleift að aðstoða viðskipavini okkar yfir vefinn og flýta þannig mjög mikið úrlausn vandamála. 

Allar frekari upplýsingar um Logmein hugbúnaðinn má finna á vef framleiðanda.

Fullkomin gagnaleynd
Fyllsta öryggis er gætt og nýjasta tækni í öryggismálum með 128 bita dulkóðun (Advanced Encryption Standard) er notuð. Þetta tryggir að allar Logmein tengingar eru algerlega öruggar.
 

Heimildir og stjórnun á yfirtöku
Viðskiptavinur þarf alltaf að samþykkja að starfsmaður Advania taki yfir tölvuna þeirra. Á engan annan hátt getur starfsmaður Advania tengst viðskiptavinum. Að auki hafa viðskiptavinir fullkomna stjórn á mús og lyklaborði þegar tenging hefur átt sér stað og geta hvenær sem er rofið tengingu. 

Yfirtaka
Viðskiptavinur þarf alltaf að smella á krækjuna hér fyrir neðan svo þjónustufólk Advania geti tengst. Misjafnt er eftir samningum viðskiptavina hvort greitt sé fyrir þessa þjónustu.