Microsoft Dynamics CRM

Fyrirtæki geta bætt árangur í rekstri með því að stýra markvisst samskiptum, verkefnum og tengslum við viðskiptamenn, einkum hvað snertir þjónustu, markaðsmál, sölu og fjárhag.

Helstu kostir:

  • CRM er notað til að stýra samskiptum og tengslum við viðskiptavini
  • CRM er notað til að halda utan um jafnt verkefni sem þjónustuþætti
  • CRM er notað til að auka sölu og bæta afkomu í rekstri
  • CRM heldur utan um upplýsingar á miðlægum stað
  • CRM bætir upplýsingaflæði innan og utan fyrirtækis

Microsoft Dynamics CRM

Microsoft hefur gefið út nýja útgáfu af Microsoft Dynamics CRM. Með þessari uppfærslu hefur Microsoft sýnt að samskipti og framleiðni fyrirtækja er í hæsta forgangi og hefur samþætting við Microsoft Office og SharePoint verið efld til muna.

  • UPPLIFUN - Vinalegt og kunnuglegt viðmót. Aukinn sveigjanleiki í aðlögunum.

  • SKÝRSLUR - Rauntíma upplýsingar sem allir geta tekið út og birt á einfaldan myndrænan máta.

  • TENGSL - Tengir fólk, ferla og önnur kerfi til þess að hámarka skilvirkni og gæði. Mjög góð samþætting og tenging við SharePoint.
Microsoft Dynamics CRM tryggir samræmda skráningu upplýsinga og auðveldar aðgengi að viðskiptasögu eins og t.d. tilboðum, pöntunum, verkefnum og skjölum. Með miðlægri skráningu tengiliða nýtist kerfið á öflugan hátt við stýringu markaðsherferða og söluaðgerða.

Kerfið er afar sveigjanlegt og auðvelt í uppsetningu og með því fæst betri yfirsýn yfir verkefnastöðu og hærra þjónustustig. Auðveldara verður að greina vöru og þjónustu og koma auga á mikilvæg viðskiptamynstur og þróun.