ÓPUSallt

ÓPUSallt er fyrir meðalstór fyrirtæki

ÓPUSallt er hagkvæm íslensk viðskiptalausn. Kerfið hentar sérstaklega vel fyrir meðalstór fyrirtæki í tiltölulega einföldum rekstri. ÓPUSallt er notendavænt kerfi sem auðvelt er að tengja við vefverslanir og handtölvulausnir í vöruhúsum. 

Kostir og eiginleikar

  • Notendur eru fljótir að læra á kerfið
  • ÓPUSallt er hagkvæmt í rekstri
  • ÓPUSallt er þróað í .Net umhverfi Microsoft og tengist því flestum hugbúnaði með einföldum og skilvirkum hætti. 
Ummæli
Við höfum notað ÓPUSallt til fjölda ára, með góðum árangri. Eftir að .Net útgáfan kom út hefur orðið algjör bylting í notkun þess. ÓPUSallt hefur reynst fyrirtækinu afar vel. Við höfum árum saman átt ánægjulegt samstarf við samhentan og góðan hóp starfsfólks hjá Advania.
  • Jón Þór Guðjónsson, framkvæmdarstjóri Rafports

Fjárhagslausnir ÓPUSallt mynda kjarnann í upplýsingakerfinu

Öflugt fjárhagsbókhald með áætlanagerð og uppsetjanlegum ársreikningum ásamt viðskiptamannabókhaldi, lánardrottnabókhaldi, eigna- og fyrningakerfi og öflugum tengingum við banka vegna innheimtu, greiðslu reikninga og afstemminga mynda sterka heild fjárhagslausna sem henta öllum tegundum fyrirtækja.

Kjarninn í fjármálastjórn ÓPUSallt:

ÓPUSallt hefur lausnir sem taka á öllum þáttum vörustjórnunar

Allt ferlið frá því að viðskiptavinur pantar vöru og kerfið gerir tillögu að innkaupum á vörunni, pantanir eru gerðar, pöntunin fer í toll, í gegnum verðútreikninga, tekið er á móti henni í hús, henni komið fyrir á lager og hún að lokum afgreidd til viðskiptavinar, er eins sjálfvirkt og frekast er unnt og tvískráningar því óþarfar. ÓPUSallt er enda gríðarlega vinsæl lausn meðal fyrirtækja í innflutningi og dreifingu vara.

Kjarninn í vörustjórnun ÓPUSallt:

Öflug skýrslugerð

ÓPUSallt inniheldur margvíslegar skýrslur og getur framkvæmt fyrirspurnir á þægilegan máta.
Þannig fæst betri yfirsýn yfir reksturinn. Þeir sem vilja búa til sínar eigin skýrslur frá grunni geta nýtt sér hönnunar- og skýrslugerðarverkfæri ÓPUSallt, sem eru öflug og sveigjanleg.

Lipur tenging

ÓPUSallt byggir á SQL gagnagrunni, sem býður upp á öflug verkfæri til að skoða upplýsingar frá öllum hliðum auk þess sem mörg hundruð lausnir frá þriðja aðila eru einnig í boði. Þá tengist ÓPUSallt með einföldum hætti Microsoft lausnum, t.d. Word, Excel og SharePoint Server.

Ólík upplýsingakerfi geta talað saman með .Net

ÓPUSallt er fyrsta íslenska fjárhags- og viðskiptalausnin sem byggir á .Net tækninni frá Microsoft. .Net hjálpar ólíkum upplýsingakerfum að tala saman á einfaldan hátt.
Dæmigert fyrirtæki, stórt eða smátt, hefur þörf fyrir að geta átt rafræn samskipti við m.a. birgja, viðskiptavini, bankann og tollinn svo eitthvað sé nefnt. .Net tæknin notar vefþjónustur  til þess að eiga slík samskipti, sem gerir þau mun auðveldari og ódýrari.

 
ÓPUSallt getur gert mikið

ÓPUSallt getur með einföldum hætti sótt upplýsingar um fyrirtæki í þjóðskrá, gögn um nýjasta gengi í bankann eða símanúmer í símaskrá, svo fátt eitt sé nefnt.
ÓPUSallt bæði sækir og sendir allar upplýsingar á því sniði sem hentar hverju sinni, t.d. PDF, Excel og XML.
 

Advania býður tvær mismunandi handtölvulausnir

Advania býður handtölvukerfi fyrir ÓPUSallt sem byggir á sítengingu (,,on-line’’) handtölvunnar við gagnagrunninn. Notandinn er því ávallt að vinna með gögnin eins og þau eru á hverjum tíma. Í fyrsta áfanga er boðið uppá grunneiningu og talningaeiningu en fleiri einingar verða á boðstólum á næstunni. Með grunneiningunni er hægt að skanna vörur og fá upplýsingar um sölu, innkaup, magn á lager, í pöntun, frátekið ofl. Hægt er að skoða verð og tengja strikamerki við vöru á þægilegan máta.

Í talningareiningunni er talning unnin á þægilegan máta. Gögnin safnast jafnóðum í gagnagrunninn og í ÓPUSallt er strax hægt að hefja vinnu við að sannreyna magntölur og meta verðmæti og rýrnun.

Hagkvæm handtölvulausn

Advania býður handtölvukerfi fyrir einfaldar ódýrar handtölvur sem hafa sannað sig í endingu og áreiðanleika. Dæmi um slíka tölvu er Datalogic Wizard handtölvan. Hún geymir ekki vöruskrána sem gerir það að verkum að hún er hraðvirk og einföld í notkun. Notandinn safnar gögnum í vélina og “tappar” svo af henni yfir í ÓPUSallt þegar þurfa þykir. Notkun krefst ekki undirbúnings en eftirmeðhöndlun í ÓPUSallt tryggir eftirlit með óþekktum strikamerkjum, óeðlilegu magni o.s.frv. Fyrst um sinn er lausnin eingöngu með talningarferlinu en önnur hefðbundin ferli munu verða kynnt á næstu misserum.
 
Í handtölvuna er í upphafi skráð númer starfsmanns, lagerkenni, talningasvæði og hvernig meðhöndla skuli magntölur, þ.e. stinga ávallt uppá sama magni og í síðustu færslu, hafa magn fast sem 1 stk. eða handskrá magn í hverja færslu. Að því búnu hefst sjálf skönnunin en að henni lokinni er tölvan sett í vöggu sem tengd er pc tölvu og flytjast talningargögn þá sjálfkrafa á harðan disk viðkomandi tölvu. Gögnin eru þessu næst lesin inn í ÓPUSallt þar sem þau eru yfirfarin og óþekkt strikamerki tengd við vörunúmer áður en þau eru keyrð inní talningabók.
 
Þessi lausn hentar fyrir árlegar heildartalningar sem og sítalningar sem framkvæmdar eru á hluta lagersins með skemmra millibili. Þá má nota lausnina til að yfirfara og leiðrétta skráðar staðsetningar á vörum og einnig til að merkja staðsetningar á vörur, en það er gert með því að keyra talningasvæðin sem staðsetningu inn á vöruspjöldin.