Einfalt bókhaldskerfi | TOK Bókhald

Bókhald fyrir íslenskar aðstæður

TOK er eitt algengasta bókhaldskerfið hjá smærri fyrirtækjum á Íslandi. Þúsundir fyrirtækja um land allt nota TOK fyrir bókhaldið sitt.

Kerfið er íslensk smíði, hannað fyrir íslensk fyrirtæki í samstarfi við endurskoðendur og bókara. 

Með vali á TOK getur þú verið viss um að hafa valið kerfi frá traustum og áreiðanlegum birgja.

 

Nýttu þér rafræn viðskipti með TOK 2015

Með TOK 2015 er hægt að nýta TOK bókhaldskerfi bæði í sendingar og móttöku rafrænna reikninga.

Gunnar Hákonarson hjá Kolaportinu fjallar hér fyrir neðan um hvernig Kolaportið hefur hagnýtt pappírslaus viðskipti og rafræna reikninga.

 

Hvaða pakki hentar þér best ?

Smelltu á heitin hér fyrir neðan til að lesa meira um pakkana!

EP I

Einyrkjapakki I

Í Einyrkjapakka I er fjárhagur sem er með 3.500 færslum á ári,það eru ein til þrjár möppur að meðaltali. Með pakkanum er hægt að lesa inn færslur úr banka og flytja yfir í dagbók og/eða slá inn færslur í dagbók, fá út virðisaukaskýrslu og skila henni rafrænt beint úr kerfinu til RSK, skoða ársreikning, fletta upp hreyfingum, stofna reikningslykla í erlendri mynt, slá inn í erlendri mynt og margt fleira. lítið mál er að stækka pakkann upp í aðra pakka eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar.

Einyrkjapakki I hentar:
Einstaklingum í rekstri eða litlum fyrirtækjum sem eingöngu þurfa að slá inn færslur til að t.d. skila inn virðisaukaskýrslu. Ekki er hægt að útbúa reikninga í Einyrkjapakka I.

Hægt er að bæta við Einyrkjapakka I, eftirfarandi kerfum: Viðskiptamannakerfi, Sölukerfi, Lánardrottnakerfi og BirgðakerfiEP II

Einyrkjapakki II

Í Einyrkjapakka II er fjárhagur sem er með ótakmörkuðum færslum. Með pakkanum er hægt að lesa inn færslur úr banka og flytja yfir í dagbók og/eða slá inn færslur í dagbók, fá út virðisaukaskýrslu og skila henni rafrænt beint úr kerfinu til RSK, skoða ársreikning, fletta upp hreyfingum, stofna reikningslykla í erlendri mynt, slá inn í erlendri mynt og margt fleira.

Einyrkjapakki II hentar:
Einstaklingum í rekstri eða fyrirtækjum sem  þurfa að slá inn miklum fjölda færslna til að t.d. skila inn virðisaukaskýrslu, en þurfa ekki að gera reikninga. Lítið mál er að stækka einyrkjapakkann upp í aðra pakka þegar fyrirtækið vex og dafnar.

Hægt er að bæta við Einyrkjapakka II, eftirfarandi kerfum: Viðskiptamannakerfi, Sölukerfi, Lánardrottnakerfi, Félagakerfi og Birgðakerfi 

BP I

Bókarapakki I

Gerir fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri kleift að stofna viðskiptamenn , færa í fjárhag í innlendri og erlendri mynt og halda utan um lánardrottna (birgja). Hægt er að lesa færslur úr flestum bönkum inn í dagbækur og/eða slá inn færslur, skoða ársreikning, taka út saldólista (aðalbók) og sjóðsstreymi, gera fjárhagsáætlun, skoða stöður reikningslykla, taka út aldursgreindan skuldalista fyrir lánardrottna og viðskiptamenn, fá út virðisaukaskýrslu og senda rafrænt til RSK. Lítið mál er að stækka Bókarapakka upp í aðra pakka, eftir því sem fyrirtæki vex og dafnar.

Hægt er að bæta við Bókarapakka I, eftirfarandi kerfum: 
Þjóðskrártenging, Innheimtukerfi, Birgðakerfi, Sölukerfi og Verkbókhald.

BP II

Bókarapakki II

Gerir fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri kleift að stofna viðskiptamenn, færa í fjárhag í innlendri og erlendri mynt og halda utan um lánardrottna (birgja). Hægt er að lesa færslur úr flestum bönkum inn í dagbækur og/eða slá inn færslur, skoða ársreikning, taka út saldólista (aðalbók) og sjóðsstreymi, gera fjárhagsáætlun, skoða stöður reikningslykla, taka út aldursgreindan skuldalista fyrir lánardrottna og viðskiptamenn, fá út virðisaukaskýrslu og senda rafrænt til RSK o.fl. Bókarapakki II hentar fyrirtækjum eða einstaklingum í rekstri sem eru með fleiri en 100 viðskiptamenn eða 3500 færslur í fjárhaga go þurfa ekki reikningagerð. lítið mál er að stækka pakkann upp í aðra pakka, eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar.

Hægt er að bæta við Bókarapakka II, eftirfarandi kerfum: Þjóðskrártenging, Innheimtukerfi, Birgðakerfi, Sölukerfi og Verkbókhald.

SP I

Sölupakki I

Gerir fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri kleift að stofna viðskiptamenn, gera svokallaða textareikninga, færa í fjárhag og senda reikningsyfirlit á viðskiptamenn á pappír eða í tölvupósti. Hægt er að lesa færslur úr flestum bönkum inn í dagbækur og/eða slá inn færslur, skoða ársreikninga, sölutölur eða viðskiptamannastöður í upphæðum, aldursgreint eða í súluriti; fá út virðisaukaskýrslu og senda rafrænt til RSK.

Sölupakki I hentar:

Fyrirtækjum eða einstaklingum í rekstri sem eru með færri en 100 viðskiptamenn, 3.500 færslur í fjárhag og/eða 500 reikninga á ári og þurfa ekki að halda utan um meira en 5 vörunúmer og vöruverð eða vera með lagerhald.Lítið mál er að stækka Sölupakka I upp í aðra pakka  þegar fyrirtækið vex og dafnar.

Hægt er að bæta við Sölupakka I eftirfarandi kerfum: Tilboðs og sölupantanakerfi, lánardrottnakerfi, Fastpantanakerfi, Þjóðskrártenging og Innheimtukerfi.

SP II

Sölupakki II

Sölupakkinn gerir fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri kleift að stofna viðskiptamenn, gera svokallaða textareikninga, færa í fjárhag. senda reikningsyfirlit á viðskiptamenn  á pappír eða í tölvupósti. Hægt er að lesa inn færslur úr flestum bönkum inn í dagbækur og/eða slá inn færslum, skoða ársreikning, skoða sölutölur, skoða viðskiptamannastöður í upphæðum, aldursgreint eða í súluriti, fá út virðisaukaskýrslu og senda rafrænt til RSK ofl. 

Sölupakki II hentar:

Fyrirtækjum eða einstaklingum í rekstri , með fleiri en 100 viðskiptamenn, 3.500 færslur í fjárhag , 500 reikninga á ári en þurfa ekki meira en 5 vörunúmer. Lítið mál er að stækka Sölupakka II upp í aðra pakka eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar.

Hægt er að bæta eftirfarandi kerfum við Sölupakka II: Tilboðs og sölupantanakerfi, Uppskriftarkerfi, Lánardottnakerfi, Félagakerfi, Fastpantanakerfi, Þjóðskrártenging, Innheimtukerfi og Innkaupakerfi.

VP I

Viðskiptapakki I

Viðskiptapakki I gerir fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri kleift að slá inn vörunúmer og verð, halda utan um lager, fylgjast með stöðu lánardrottna (birgja) og viðskiptamanna, sjá hvaða vörur seljast mest eftir viðskiptavinum, dagsetningum, vörunúmerum, birgjum, vöruflokkum og/eða sölumönnum; og skoða framlegð. Ennfremur að gera reikninga í innlendri og erlendri mynt, senda reikningsyfirlit á viðskiptamenn og lánardrottna (birgja) á pappír eða í tölvupósti; skoða ársreikninga og skoða sölutölur í súluritum eða skífuritum. Pakkinn gerir jafnframt kleift að brjóta niður á viðskiptamenn í upphæðum og skífuritum eða skoða aldursgreindan skuldalista. Hægt er að lesa færslur úr flestum bönkum inn í kerfið og flytja í dagbækur, fá út virðisaukaskýrslu og senda hana rafrænt til RSK o.fl.

Viðskiptapakki I hentar:   

Fyrirtækjum eða einstaklingum í rekstri sem eru með færri en 100 viðskiptamenn, 500 reikninga, 100 vörunúmer eða 3.500 færslur í fjárhag á ári, en þurfa þó að halda utan um lager og/eða vöruverð. Lítið mál er að stækka Viðskiptapakka I í aðra pakka  eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar.

Hægt er að bæta eftirfarandi kerfum við Viðskiptapakka I: Tilboðs og sölupantanakerfi, Fastpantanakerfi, Þjóðskrártenging, Innheimtukerfi, Kassatengingar
Verkbókhald, Tollakerfi, Innkaupakerfi og EDI tengingar (reikningar, pantanir, tollur)
.

VP II

Viðskiptapakki II

Pakkinn gerir fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri kleift að slá inn vörunúmer og verð, halda utan um lager, fylgjast með stöðu lánardrottna (birgja) og viðskiptamanna, sjá hvaða vörur seljast mest eftir viðskiptavinum, dagsetningum, vörunúmerum, birgjum, vöruflokkum og/eða sölumönnum; skoða framlegð, gera reikninga í innlendri og erlendri mynt, senda reikningsyfirlit á viðskiptamenn og lánardrottna (birgja) á pappír eða í tölvupósti; skoða ársreikninga, skoða sölutölur í súluritum eða skífuritum; brjóta niður á viðskiptamenn í upphæðum og skífuritum eða skoða aldursgreindan skuldalista. Hægt er að lesa færslur úr flestum bönkum inn í kerfið og flytja í dagbækur, fá út virðisaukaskýrslu og senda hana rafrænt til RSK o.fl.

Viðskiptapakki II hentar:

Fyrirtækjum eða einstaklingum í rekstri sem eru með fleiri en 100 viðskiptamenn eða gera fleiri en 500 reikninga, þurfa fleiri en 100 vörunúmer eða eru með fleiri en 3.500 færslur í fjárhag á ári og þurfa að halda utan um lager og/eða vöruverð. 

Hægt er að bæta við viðskiptapakkann eftirfarandi kerfum: Tilboðs- og sölupantanakerfi, Uppskriftakerfi, Fastpantanakerfi, Þjóðskrártenging, Innheimtukerfi,
Kassatengingar, Verkbókhald, Tollakerfi, Innkaupakerfi, Félagakerfi og Edi tengingar (reikningar, pantanir, tollur)
.
VBP I

Verkbókhaldspakki II

S TOK verkbókhaldið gefur yfirsýn yfir tímanotkun starfsmanna og verkefni sem verið er að vinna. Í kerfið eru skráðar stundir, fjarvistir og kostnaður á verkefnum sem mynda grunninn fyrir reikningagerð og launaútreikning. Með verkbókhaldspakka I er hægt að skrá tíma, prenta reikninga, skoða sölutölur myndrænt, halda utan um stöður viðskiptavina, fá út virðisaukaskýrslu og senda hana rafrænt til RSK o.m.fl.

Verkbókhaldspakki I hentar öllum sjálfstætt starfandi einstaklingum og smærri fyrritækjum sem þurfa að halda utan um útselda tíma og koma þeim á reikning.

Hægt er að bæta við verkbókhaldspakka I eftirfarandi kerfum: Tilboðs- og sölupantanakerfi, Fastpantanakerfi, Þjóðskrártenging, Innheimtukerfi, Kassatengingar, Tollakerfi, EDI tengingar (reikningar, pantanir, tollur) og Félagakerfi.

VBP IIVerkbókhaldspakki II

S Verkbókhaldspakki II gefur yfirsýn yfir tímanotkun starfsmanna og verkefni sem verið er að vinna. Í kerfið eru skráðar stundir, fjarvistir og kostnaður á verkefnum sem mynda grunninn fyrir reikningagerð og launaútreikning. Hægt er að velja að senda út reikninga í verklok, mánaðarlega, hálfsmánaðarlega, vikulega eða ekki, vera með undir- og yfirverk, prenta reikninga, sjá birgðastöðu, skoða framlegð birgða, halda utan um stöðu viðskiptavina og reikninga frá lánardrottnum, skoða ársreikning, skoða sölutölur í súluritum og brjóta niður á viðskiptamenn í upphæðum eða skífuritum, fá út virðisaukaskýrslu og senda rafrænt til RSK o.fl.

Pakkinn hentar Verkfræðistofum, lögmannstofum, vélsmiðjum, endurskoðunarstofum, verktökum og öllum þeim sem þurfa að halda utan um útseldar vinnustundir.

Hægt er að bæta við verkbókhaldspakka II eftirfarandi kerfum: Tilboðs og sölupantanakerfi, Fastpantanakerfi, Þjóðskrártenging, Innheimtukerfi, Kassatengingar, Tollakerfi, EDI tengingar (reikningar, pantanir, tollur), Félagakerfi, Innkaupakerfi og Uppskriftarkerfi.

Fjárhagur I
Fjárhagur II
Viðskiptamenn I
Viðskiptamenn II
Lánardrottnar
Sölukerfi I
Sölukerfi II
Birgðakerfi 0
Birgðakerfi I
Birgðakerfi II
Verkbókhald I
Verkbókhald II
Verð án vsk.39.00059.00089.000115.00077.000110.00095.000130.000135.000250.000

  

Ummæli
Við hjá Kjöthöllinni höfum notað TOK, bæði bókhaldskerfið og launakerfið, í rúm 15 ár og höfum af því mjög góða reynslu, bæði af kerfinu sjálfu og þjónustunni. TOK hefur staðið undir öllum okkar væntingum og þegar vandamál hafa komið upp er brugðist við þeim hratt og vel. Starfsfólkið er fljótt að setja sig inn í málin og ég gef þeim mín bestu meðmæli. Mér finnst auðvelt að ná yfirsýn yfir allar upplýsingar í TOK og það er fljótlegt að nálgast þau gögn sem maður þarfnast hverju sinni. Viðmót kerfisins er gott. TOK hefur reynst okkur vel.
 • Sigfríður Friðþjófsdóttir, bókari Kjöthöllin

Helstu eiginleikar TOK bókhaldskerfisins eru:

 • TOK bókhaldskerfi er einfalt og þægilegt í notkun.
 • TOK er sérhannað fyrir íslenskar aðstæður og er áherslan lögð á notendavænt einfalt kerfi með rafrænum tengingum sem fylgir nútímanum. 
 • TOK kerfið er einfalt í uppsetningu og er kerfið að finna á Mínum síðum Advania.
 • Flott verktré er í kerfinu sem auðveldar alla nálgun þeirra eininga sem viðkomandi er með. Allar aðgerðir í kerfinu eru sýnilegar. 
 • Öflug lifandi vefhjálp er í TOK kerfinu. 
 • Álfur er í kerfinu sem aðstoðar við stofnun nýs fyrirtækis og fylgir flott bókhaldslyklasett með kerfinu.
 • Auðvelt er að byggja á kerfið, byrja með t.d. fjárhag og bæta síðan við einingum eins og við á, þegar fyrirtæki vaxa og dafna. 
 • Flottar skýrslur eru í kerfinu, ásamt öflugri tengingu við Excel.
 • Hvað geri ég ef ég lendi í vandræðum?
  Þjónustudeild okkar er ætíð tilbúin að liðsinna þér ef þú lendir í einhverjum vandræðum. Hægt er að hafa samband við okkur í síma, með faxi eða tölvupósti með fyrirspurnir um allt frá því hvernig setja á TOK upp yfir í hvernig kerfin virka.
 • Færa bókhaldið sjálfur eða kaupa aðstoð?
  Allir sem byrja með fyrirtæki komast mjög hratt á þann tímapunkt að þurfa að taka þessa ákvörðun, það eru kostir og gallar við hvoru tveggja. Hvað þú átt að velja fer algerlega eftir því hvernig þinn rekstur er. Lítil fyrirtæki sem þurfa reikningagerð og eru með einfalt bókhald ættu að geta fært sitt bókhald sjálfir. Fái maður bara smá aðstoð við að komast í gang og smá aðstoð við ársuppgjörið, er þetta öflugur máti að skipuleggja bókhaldið hjá sér.
 • Er erfitt að nota TOK?
  Nei, meginmarkmið allrar þróunar á TOK er að gera vinnu við bókhald einfalda og þægilega.
 • Er hægt að vera með fleiri en einn notanda inn í TOK í einu?
  Já, þú kaupir einfaldlega leyfi fyrir fleiri notendur.
 • Verð ég að kunna að færa bókhald til að geta notað TOK?
  Bókhaldskerfi geta aldrei gert allt, enda þarft þú að geta fært inn fylgiskjöl. Ákveðin grunnþekking er því nauðsynleg. Ráðgjafar okkar geta aðstoðað við kennslu á kerfin.
 • Hvaða stýrikerfi þarf til að keyra TOK?
  Við mælum með Windows 8,1, Windows 8.0 eða Windows 7 fyrir nýjustu útgáfurnar af TOK.
 • Hvernig læri ég að nota TOK?
  Með öllum kerfunum fylgir greinargóð handbók á íslensku. Inn í kerfið eru innbyggðir hjálparhappar sem gera notendum kleift að sækja sér upplýsingar og leiðbeiningar þar sem þeir eru staddir í kerfinu hverju sinni. Þessi möguleiki kemur sér mjög vel þegar fólk er að nota kerfið, en reglulega er bætt við býjum hnöppum. Einnig bjóðum við upp á námskeið í notkun kerfanna.
 • Er hægt að nota TOK með öðrum kerfum eins og t.d. kassakerfum?
  Já, hægt er að nota TOK bókhaldskerfin með kassakerfunum LS One, Posis, Centara, Ebenezer, LS pos og MerkurPos.
 • Ef ég kaupi bókhaldskerfi núna, - get ég uppfært það seinna í stærra kerfi?
  Já, þú getur alltaf uppfært í stærra kerfi þegar að því kemur. Við tökum einfaldlega hitt kerfið upp í. TOK vex með þér og þínum rekstri.
 • Hvernig veit ég hvaða kerfi ég þarf?
  Við viljum að þú veljir hvorki of lítið kerfi né of stórt. Markmiðið er alltaf að velja rétta kerfið fyrir þína starfsemi. Það þýðir að stundum bendum við viðskiptavinum okkar á að velja minna kerfi, þar sem það er besta lausnin fyrir einmitt það fyrirtæki.
 • Af hverju að velja TOK?
  Í þessu ótrausta efnahagslega ástandi er TOK arðbærari fjárfesting en nokkru sinni fyrr. Lausnirnar okkar eru þannig uppbyggðar að þær eru sveigjanlegar og hægt er að raða saman einingum TOK á nákvæmlega þann hátt sem hentar þínu fyrirtæki best.

Í hýsingu felst gagnageymsla og dagleg netafritun á TOK

Einn helsti kosturinn við hýsingu á TOK er sá, að kerfið verður aðgengileg notendum hvar og hvenær sem er. Það skiptir ekki máli hvort viðkomandi leigir TOK eða á kerfið, hýsing er valkostur fyrir alla. Mikið öryggi felst í því að hafa netafritun og hýsingu utanhúss, en allir sem færa bókhald þurfa að taka reglulega afrit af gögnum sínum.

Verð fyrir hýsingu er frá 5.700 kr per notanda auk vsk. Geri notendur þjónustusamning, sem er bundinn fyrstu þrjú árin, þá sér TOK þjónustan um að færa gögnin inn í hýsinguna án kostnaðar. 

TOK þjónusta gerir lífið léttara

Með því að bæta við þjónustusamningi tryggir þú þér aðgang að ráðgjöf, reglulegum uppfærslum og ýmsu öðru sem auðveldar þér lífið í þínum daglega rekstri.

Þjónustuver TOK - 440 9900

TOK þjónustuverið er opin frá kl. 9 til 17 virka daga. Þar svarar starfsfólk TOK þjónustunnar þínum spurningum, aðstoðar og styður við þig og þína starfsemi. Kannski hefur eitthvað breyst í verkferlum fyrirtækisins, þú þarft að vinna aðgerð sem þú gerir sjaldan, eða nýr starfsmaður hefur hafið störf?

Fræðsla

TOK Viðskiptavinir með þjónustusamning fá eitt frítt námskeið fyrir einn starfsmann á ári ásamt 15% afslátt af öðrum námskeiðum sem Advania býður upp á.
 
Uppfærslur

Þegar þú kaupir TOK Bókhaldskerfi, samræmist kerfið þeim lögum og reglugerðum sem gilda þegar kerfið er keypt.  Hins vegar breytist markaðsumhverfi fyrirtækja stöðugt og hafa þessar breytingar bein áhrif á daglegan rekstur fyrirtækja. Með þjónustusamningi getur þú verið viss um að kerfið þitt sé í takt við þau lög og reglugerðir sem gilda á hverjum tíma.
 
Margt fleira

Að auki er margt fleira innifalið í þjónustusamningi. Þar á meðal er 15% afsláttur af útseldri vinnu og fjartengingum, rafrænt fréttabréf TOK, fræðslumorgnar og margt fleira.

Kerfiskröfur fyrir TOK bókhald

Uppsetning
Kerfiskröfur
Stýrikerfi

TOK PSQL v11 miðlari
8 gb. vinnsluminni
80gb. diskapláss
2013/Windows 8,1 eða 8,0
2008/Windows 7
TOK PSQL v11 vinnustöð*
4 gb. vinnsluminni
40gb. diskapláss
2013/Windows 8,1 eða 8,0
2008/Windows 7

* Ef fjöldi notenda er orðinn meiri en 3 mælum við með því að settur sé upp sérstakur netþjónn með afritunarkerfi.