Um Log4j öryggisveikleikann

Það sem þú þarft að vita um Log4j-veikleikann og hvar nálgast má frekari upplýsingar.  

 
Log4J er kóðasafn sem notað er víða í Java-hugbúnaði. Í kóðasafninu er alvarlegur veikleiki sem hefur fengið auðkennisnúmerið CVE-2021-44228 og einkunnina 10.0 í CVE-gagnagrunni um veikleika. 


Síðan á föstudag 10.desember hafa hugbúnaðarframleiðendur unnið að því að bregðast við veikleikanum með öryggisuppfærslum. Allir sem hafa umsjón með tölvukerfum eru hvattir til að fylgjast með óeðlilegri hegðun á sínum kerfum og uppfæra umsvifalaust þau kerfi sem þarf. Einnig er mikilvægt að láta netöryggissveitina CERT-IS strax vita ef vart verður við innbrot í kerfi. Nánari upplýsingar má lesa á almannavarnir.is 

Advania ber ábyrgð á rekstri fjölda tölvukerfa og hafa sérfræðingar okkar unnið hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar nýti sér veikleikann. Við leggjum áfram allt kapp á að styðja okkar viðskiptavini og verja þeirra kerfi. Við vinnum náið með okkar samstarfsaðilum að því að yfirfara þeirra lausnir, viðbragðsáætlanir og uppfæra kerfi eins og við á. 

 
Við vekjum athygli á stöðusíðu Advania þar sem allar upplýsingar um hýsingarumhverfi Advania eru ávalt aðgengilegar.  

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þann hugbúnað sem Advania þróar og þjónustar og staðfest er að veikleikinn hefur ekki áhrif á. Listinn er í stöðugri uppfærslu. 

Við hvetjum fólk til að fylgjast með upplýsingum frá framleiðendum hugbúnaðar varðandi stöðu mála. Sjá hlekki á samstarfsaðila Advania neðar á síðunni. 

Hafir þú einhverjar spurningar um tölvukerfi sem eru í umsjón Advania þá hvetjum við þig til að hafa samband við þinn tengilið hjá Advania eða senda tölvupóst á netfangið advania@advania.is

 

 

Staðfest er að Log4J veikleikinn hefur ekki áhrif á eftirfarandi vörur Advania:

50skills
Advania Insight
Afritunarþjónusta
Alvís
ATM sjálfsafgreiðsla
Bakvörður
Birtingar
Boost AI
Breytileg prentun
CATA
CloudConnect
Discovery Hub/TimeXtender
Dynamics 365 Business Central
Dynamics 365 Business Central Basic
Dynamics 365 Business Central - LS Retail (3rd party)
Dynamics 365 Business Central - Continia (3rd party)
Dynamics 365 Business Central - Insight Works (3rd party)
Dynamics 365 Finance
Dynamics 365 Sales & Services
Gagnageymslur og afritunarbúnaður
Gjaldkeralausnir - Akx
Dynamics 365 Finance Sérlausnir
Dynamics AX
Formpipe Lasernet
Dynamics AX sérlausnir
Greiðslugátt
H3 Laun
H3 Mannauður og fræðsla
H3 Ráðningar
H3 Samþættingar
Happy or not
Hillumiðar
Inna Fjarfundur
Inna Grunnkerfi
Inna Kennslukerfi
Inna Umsóknarvefur
Intelligent Capture (Captiva)
Insight Software/JetAnalytics/JetReports
TimeXtender/Discovery Hub
Klukkustund
Kvittanaapp
Liðsaukar
Lisa
Matráður
Insight Software/JetAnalytics/JetReports
Microsoft Business Intelligence
Microsoft Classic notendur
Microsoft leiga (SPLA)
Netaðgangur í gagnaveri
Netafritun
ADC
Nettengingar
Nintex
O365 ráðgjöf og kennsla
Orkulausnir
Outsystem
Ráðstefnulausn
Foxtrot (Robotics (RPA))
S5
S5 Leiga
Samtal
Schengen SIS/VIS
Seðlaverslausnir
Signet forms
Signet innsiglun
Signet tímastimplanir
Signet transfer
Signet undirritanir
Skeytamiðlun
Targit
Upplýsingaheimar
Vala Félagsmiðstöð
Vala Frístund
Vala Leikskóli
Vala Skólamatur
Vala Vinnuskóli
Valmundur
VCloud
Vefverslun (DynamicWeb)
Velkomin
NCR FastLane Sjálfsafgreiðsla
VEVA
Visita
Hess mynttalningarvélar
Hess myntrúllusjálfsalar
Útgáfustöð (EJBCA)
Dynamics 365 Business Central - Tasklet (3rd party)
Dynamics 365 Business Central - TAG (3rd party)
Dynamics 365 Business Central - ForNAV (3rd party)
Dynamics NAV

Nánari upplýsingar um stöðu mála á hugbúnaði frá samstarfsaðilum Advania má finna á upplýsingasíðum þeirra:

Getum við aðstoðað?

 

 

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.