Rekstrarþjónusta tryggir öruggan tölvurekstur og 24/7 notendaþjónustu

Ómar Freyr Ómarsson
440 9480

Rekstrarþjónusta Advania tryggir aukið öryggi og áreiðanleika og hentar öllum gerðum fyrirtækja. Rekstrarþjónustan er sett saman úr mörgum mismunandi þjónustuþáttum. Þannig er hægt að velja það þjónustustig sem hentar til að tryggja nauðsynlegt rekstraröryggi. 

Helstu kostir rekstrarþjónustu:

  • Meira rekstraröryggi
  • Hámörkun á uppitíma
  • Forgangur að sérfræðingum
  • Færri bilanir
  • Lægri og jafnari rekstrarkostnaður
Ummæli
Þjónusta hjá starfsfólki Advania við tölvukerfi okkar hefur reynst vel og einkennst af viðbragðsflýti og þjónustulund.
  • Davíð Gíslason
  • framkvæmdarstjóri Momentum og Gjaldheimtunnar

Þjónustu- og viðbragðstími

Grunnþjónustutíminn er frá kl. 09:00 til 17:00 virka daga. Þjónustukaupi getur samið um lengri þjónustutíma, en þá er um bakvaktarþjónustu að ræða sem gjaldfært er sérstaklega fyrir. Bakvakt tryggir þjónustukaupa aðgang að sérfræðingum þjónustusala, með því að hringja í uppgefið símanúmer bakvaktar. Sérfræðingar bregðast við útköllum samkvæmt skilmálum samningsins.

Viðbragðstími tryggir þjónustukaupa að sérfræðingur þjónustusala sé byrjaður að vinna að lausn innan þess viðbragðstíma sem valinn er að viðbættum ferðatíma. Þjónustubeiðnum er svarað milli kl. 09:00 og 17:00 alla virka daga. Viðbragðstími miðast við að tilkynning um vandamál berist á þjónustutíma. Berist tikynning utan þjónustutíma reiknast viðbragðstíminn frá kl. 09:00 næsta dag nema samið hafi verið um bakvaktarþjónustu.

Fjarþjónusta

Fjartenging þjónustuaðila getur stytt bæði viðbragðstíma og viðgerðartíma, sérstaklega ef um smávægilegar villur er að ræða. Ekki er þörf á uppsetningu á hugbúnaði hjá þjónustukaupa heldur þarf tengiliður á staðnum að óska eftir tengingunni með því að fara á vefsíðu eða fara eftir fyrirmælum í tölvupósti. Mjög einfaldur og þægilegur kostur sem skilar sér fljótt.

Staðgengilsbúnaður

Advania skuldbindur sig til að hafa staðgengilsbúnað til útskipta ef upp koma vandamál. Staðgengilsbúnaður er skilgreindur þannig að hann skal gegna sama hlutverki og bilaði búnaðurinn, þótt útlit og vinnsluhraði geti verið frábrugðinn. Advania auðkennir sérhvert tæki sem fellur undir samning um staðgengilsbúnað. Advania er heimilt að yfirfara búnaðinn áður en Advania tekur að sér að tryggja staðgengil fyrir hann.

Vinna vegna bilana

Vinna sem miðast við bilanaleit og viðgerðir á vélbúnaði ásamt vinnu Advania við breytingar á virkni, ef það telst eðlilegur þáttur við rekstur búnaðar/kerfis. Þessi vinnuliður er áætlaður og hugsaður til að taka á sveiflum og fækka útgáfu reikninga. Uppsetning sem tengist sölu á nýjum búnaði eða hugbúnaði eða flutning á búnaði telst ekki partur af þessum vinnulið.

Föst viðvera

Advania skuldbindur sig til að hafa starfsmann á staðnum samkvæmt skilgreindum tíma sem ákveðinn hefur verið á milli samningsaðila. Föst viðvera tryggir aðgengi að tæknimanni sem leysir vandamál strax.

Varahlutir til á lager til að lámarka viðgerðartíma

Advania skuldbindur sig til að eiga skilgreindan lista af varahlutum á lager til að lágmarka viðgerðatíma eins og hægt er. Advania tekur einnig á sig þá rýrnun sem fylgir því að halda úti varahlutalager. Sé þessi liður ekki valinn þá gildir afgreiðslutími frá birgja, sem getur verið allt frá nokkrum dögum í nokkrar vikur.

Advania á og sér um að skipta um varahluti í búnaði, viðskiptavini að kostnaðarlausu á meðan þjónustusamningurinn er í gildi. Varahlutirnir geta í sumum tilfellum verið notaðir en hafa verið lagfærðir og yfirfarnir af tæknimönnum Advania eða sérfræðingum frá birgja. Þessi þjónustuþáttur innifelur ekki rekstrarvörur.

Regluleg afritunartaka

Advania sér um að afritunartaka eigi sér stað með reglulegum hætti og einnig um að geyma gögnin á öruggum miðli í gegnum hýsingardeild Advania. Netafritun tryggir að gögnin glatist ekki þrátt fyrir að bruni eða innbrot eigi sér stað.

Framlengd ábyrgð

Viðskiptavinur getur í sumum tilfellum keypt framlengda ábyrgð, þar sem varahlutir og jafnvel tengd vinna teljast til ábyrgðar í lengri tíma heldur en uppgefið var við söluna. Venjulegur ábyrgðartími er þrjú ár til einstaklinga og eitt ár til fyrirtækja, nema annað komi fram.

Reglubundið eftirlit

Reglubundið eftirlit felst í því að skoðað er ástand búnaðar/kerfis samkvæmt lýsingu. Þannig má koma í veg fyrir að vandamál skapist vegna stöðvunar á búnaði/kerfi. Allt reglubundið eftirlit er unnið í dagvinnu. Ef reglubundið eftirlit er unnið utan Stór-Reykjavíkursvæðisins greiðir þjónustukaupi aukalega fyrir ferðakostnað og ferðatíma.