NAV Afgreiðsla

NAV Afgreiðsla er viðbótarkerfi við Microsoft Dynamics NAV Sala og markaðssetning. Kerfið gerir notendum kleift að stofna staðgreiðsluviðskipti þar sem vélbúnaður (posar) og strikamerkjalesarar eru beintengdir við NAV. Kerfið er hraðvirkt í notkun, einfalt og öruggt.

 

Helstu kostir

  • Einfalt og hraðvirkt í notkun.
  • Skilvirkt og öruggt.
  • Losnar við tvífærslur þar sem bókað afgreiðsluskjal er endaleg bókun.
  • Hægt að tengja stikamerkjalesara og undirskriftarplatta.
  • Tengt við heimildarkerfi POINT, með örgjafa og pin tengingu.
  • Margrar afgreiðslustöðvar en ein getur gert dagsuppgjörið.
  • Hægt að virkja kerfið í gegnum fjarvinnslu.
  • Hægt að greiða með erlendum gjaldeyri.

 

Í NAV Afgreiðslu er afgreiðsluskjal sjálfkrafa stofnað, tengd staðgreiðsluviðskiptamanni og með deginum í dag sem bókunardag. Einnig hægt að velja viðskiptamann á afgreiðsluskjali. Notandinn getur notað strikamerkjalesarann til að skrá vöruna inn í kerfið  eða með því að handskrá hana inn. Í kjölfarið er greiðsluháttur viðskiptamannsins valinn og viðskiptinn bókuð. Dagsuppgjörið er síðan gert upp við hentugleika. 

Hvernig lítur kerfið út?

        Skjámyndir og skýringar: NAV Afgreiðsla

 

Afgreiðsluskjal

Afgreiðsluskjal verður til við hverja afgreiðslu. Þar sem afgreiðsluskjalið er yfirleitt notað í staðgreiðsluviðskiptum þá er staðgreiðsluviðskiptamaður sjálfgefinn þegar skjalið opnast. Hægt er að velja ákveðinn viðskiptamann en þá er sleginn inn kennitala viðkomandi og reitirnir í söluhausnum breytast, þ.e.a.s. ef NAV Þjóðskrá er til staðar, í samræmið við þær upplýsingar sem til eru um viðskiptamanninn . Í kjölfarið skráir notandinn inn þær vörur sem kúnninn vill kaupa. Hægt er að hafa ákveðin vörunúmer sem flýtinúmer en þau birtast í upplýsingarkassanum. Síðan er greitt fyrir vöruna með því að velja tiltekinn gjaldmiðil.

 

Sjálfgefinn gjaldmiðill

Hér velur notandinn þann greiðsluhátt sem viðkomandi viðskiptavinur vill greiða með. Viðskiptavinurinn getur greitt með greiðslukorti, peningum, símagreiðslu, millifærslu, viðskiptafærslu og með póstkröfu.

Nav Afgreiðsla bíður viðskiptavinum að greiða fyrir vöruna með erlendum gjaldeyri. Notandinn ákvarðar sjálfur hvert gengi gjaldmiðlana á að vera, en það er gert í uppsetningunni á kerfinu með einföldum hætti. Þegar sjóðurinn er gerður upp þá umvarpast allar tölur yfir í íslenskar krónur.

Dagsuppgjör

Í lok dags, eða eftir hentugleika, er sjóðurinn gerður upp en greiðslukorta- og viðskiptafærslur koma sjálfkrafa inn sem talinn. Notandinn þarf því einungis að gera upp sjóðinn sem inniheldur seðla og myntir.