Meiri fókus - aukin sala - hraðari vinna

Andri Már Helgason
440 9406
Fyrirtæki geta bætt rekstrarárangur sinn með því að taka viðskiptatengslastjórnun föstum tökum. 
 

Stýring verkefna og samskipta 

Með notkun á Microsoft Dynamics CRM geta fyrirtæki með markvissum hætti stýrt samskiptum, verkefnum og tengslum við viðskiptamenn. 
 
Hægt er að laga kerfið að þörfum hvers og eins, allt eftir því hverskonar samskipti er um að ræða. 
 
Fyrirtæki um allan heim hafa nýtt sér kosti Dynamics CRM í þjónustu við viðskiptavini, við umsjón markaðsmála og við sölu.
 

Til hvers að nota CRM?

 • til að stýra samskiptum og tengslum við viðskiptavini
 • til að halda utan um upplýsingar á miðlægum stað
 • til að halda utan um verkefni sem og þjónustuþætti
 • til að auka sölu og bæta afkomu í rekstri
 • til að bæta upplýsingaflæði innan og utan fyrirtækis


Öflugt stoðkerfi

Stjórnun viðskiptatengsla snýst um að bera kennsl á, ná sambandi við, þróa og viðhalda traustum viðskiptavinum. Öflugt CRM kerfi er öflugt tól sem styður við árangursíka viðskiptatengslastjórnun.


Gott aðgengi að upplýsingum

Microsoft Dynamics CRM tryggir samræmda skráningu upplýsinga og auðveldar aðgengi að viðskiptasögu eins og t.d. tilboðum, pöntunum, verkefnum og skjölum. Með miðlægri skráningu tengiliða nýtist kerfið á við stýringu markaðsherferða og söluaðgerða. 


Sveigjanlegt að þínum þörfum

Kerfið er afar sveigjanlegt og auðvelt í uppsetningu. Fáðu betri yfirsýn yfir verkefnastöðu og stuðlaðu að betri þjónustu til viðskiptavina. Microsoft Dynamics CRM gerir þér kleift að byggja upp traust langtímasamband við þína viðskiptavini.

Í grunnútfærslu Microsoft Dynamics CRM eru eftirtaldir kerfishlutar:

 • CRM sales: Stjórnaðu söluferlinu allt frá fyrstu snertingu og hafðu umsjón með viðskiptasambandinu að frágengnum sölusamningi. Ferlið er aðgengilegt í rauntíma bæði í skjáborði og í skýrslum.
 • CRM marketing: Keyrsla og vöktun markaðsaðgerða á ýmsum miðlum, s.s. pósti, tölvupósti, síma og á samfélagsmiðlum. Herferðastjórnun, ábendingastjórnun, umsýsla gagna, markaðssetning á samfélagsmiðlum og greining á markaðsstarfi eru helstu aðgerðir í þessum hluta.
 • CRM service: Gerir þér kleift að stofna, úthluta og vakta beiðnir eða kvartanir viðskiptavina, með aðgangi að þjónustu- og samskiptasögu.  

Taktu Microsoft Dynamics CRM upp á næsta stig með xRM. 

Við bjóðum ýmsar viðbætur við CRM sem gera skipulagsheildum af öllum gerðum kleift að halda utan um samband við fleiri en bara viðskiptavini, eins og t.d. birgja, starfsfólk, skjólstæðinga, styrktaraðila, hluthafa, nemendur, íbúa o.s.frv. 

Með xRM er t.d. hægt að halda utan um vettvangsheimsóknir, úttektir, þjónustu- og styrktarbeiðnir, fundarboðanir og vöktun samfélagsmiðla.

xRM veitir þér og þínu fyrirtæki nákvæma yfirsýn og tól til að taka góðar ákvarðanir þegar kemur að samskiptum við þá sem þú þarft að vera í samskiptum við. 

 

Microsoft Social Engagement (MSE) gerir fyrirtækjum kleift að:
 • greina umræðu á Facebook, Twitter, bloggsíðum, fréttasíðum og í myndböndum
 • fá vísbendingar um viðhorf til fyrirtækisins
 • mæla árangur markaðsherferða
 • hafa umsjón með samfélagsmiðlum
 • finna, greina, halda utan um og tækla veflæg samskipti við viðskiptavini

MSE hefur eftirlit með umræðu á 19 tungumálum og sendir notendum tilkynningar þegar nýrrar umfjöllunar verður vart.

Office 365 og CRM 2016 Online vinna vel saman enda báðar lausnirnar frá Microsoft og innskráning í þær er samhæfð. Þar að auki tryggir áskrift að öðru kerfinu lægra verð á hinu.

Aðgengi notenda er einfalt og þar sem þessar lausnir eru í skýinu þá eru þær aðgengilegar hvar og hvenær sem er í gegnum vafra eða snjalltæki. 
    
Með því að samnýta Microsoft Office 365 og CRM Online getur þú aukið sölu, bætt samvinnu á vinnustað og aukið þjónustu við viðskiptavini. 
 


Fylltu út formið hér fyrir neðan ef þú hefur áhuga á kynningu

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.