Quotare

Helgi Magnússon
440 9926

Quotare er öflugt sölu- og viðskiptamannakerfi

Quotare er öflugt sölu- og viðskiptamannkerfi upphaflega sérhannað fyrir tryggingarmiðlara og er afar fjölhæft og sveigjanlegt. Meðal helstu kerfishluta eru öflugt viðskiptamannakerfi, bréfa- og samskiptakerfi, sölukerfi, bókunarkerfi, verkefnakerfi og valkvæmt eyðublaðakerfi. Quotare býður upp á beintengingu við þjóðskrá og hefur margvíslegar tengingar við helstu UT-kerfi, gagnagrunna og samskiptastaðla.


Viðskiptamannakerfi:

 • Skráning á viðskiptavinum og högum þeirra.
 • CRM kerfi með samskiptasögu og tengiupplýsingum.
 • Skráning og umsýsla á öllum samningum sem viðskiptavinur hefur stofnað til hjá fyrirtækinu á einum stað.
 • Skjalageymsla þar sem vista má og meðhöndla öll skjöl sem eru prentuð eða send úr kerfinu. Innflutningur á skjölum úr öðrum kerfum einnig mögulegur. Einfalt er að nota skjalageymslu til að geyma afrit af samningum hvort sem er um að ræða rafrænar umsóknir eða skannaðar. Hver viðskiptavinur hefur "eigin” skjalageymslu.


Bréfa og samskiptakerfi:

 • Hægt er að byggja upp bréfa- og tölvupóstform sem fyllt eru út með upplýsingum úr gagnagrunni auk þeirra upplýsinga sem slegnar eru inn. Senda má tilbúin bréf eða tölvupóst á viðskiptavini, birgja og samstarfsfólk.


Sölukerfi:

 • Heldur utan um beiðnir um ráðgjöf frá til dæmis símveri, þjónustufulltrúum eða samstarfsaðilum.
 • Útreikning á árangurstengdum umboðslaunum vegna umboðs- eða ábendingarsölu skv. reiknireglum.
 • Úr þjóðskrá eða viðskiptamannakerfi vegna markaðsátaka. Flytja má upplýsingar í verkefnakerfi.
 • Einfalt að setja inn sértækar fyrirspurnir skv. ósk frá viðskiptavinum með hjálp öflugs fyrirspurnarkerfis.


Verkefnakerfi:

 • Hægt er að merkja ákveðna viðskiptavini skv. t.d. úrtaki eða til eftirfylgni á ákveðnum málum.
 • Yfirmaður getur deilt út verkefnum á starfsmenn og fylgst með framvindu þeirra.

 

Tenging við þjóðskrá:

 • Kerfið er tengt þjóðskrá og fækkar því möguleikum á innsláttarvillum þegar t.d. nýr viðskiptavinur er skráður inn. Nýskráning er einnig fljótleg og einfaldari.
 • Helstu kostir eru tímasparnaður, ávalt réttar upplýsingar og einfaldar og fljótlegar uppfærslur á viðskiptamannaskrá.

 

Tengingarmöguleikar:

 • Mögulegt er að tengja kerfið við aðrar miðlanir með XML eða öðrum samskiptastöðlum og láta sölu eða ábendingar flæða á milli kerfa.
 • Hjá Advania er mikil reynsla í flutningi gagna á milli kerfa. Boðið upp á flutning úr öllum þekktum gagnagrunnum.

 

Tækniupplýsingar:

 • Kerfið vinnur vel á flestum gerðum af Windows stýrikerfinu.
 • Miðlari – Windows 2000 eða 2003 server.
 • Biðlarar – Æskilegt: Windows 2000 eða XP, Nægjanlegt: Windows 95 og yngra.
 • Gagnagrunnur kerfis er Borland Interbase SQL. Einfalt er að tengja önnur kerfi eða fyrirspurnartól við grunninn.
 • Netsamskipti fara fram á TCP/IP staðli.
 • Til að nota kerfið frá miðlara er nóg að hafa 10 Mb nettengingar (ráðlegt: 100 Mb tenging).

 

Eyðublaðakerfi (aukabúnaður):

 • Eyðublaðakerfi vinnur með eyðublöð sem eru á HTML sniði. Með þessum kerfishluta er hægt að setja upp öll eyðublöð sem þarf að fylla út í tengslum við ákveðnar beiðnir eða samninga. Hér er átt við t.d. umsóknir, samninga, söluferli og önnur eyðublöð sem sníða má algerlega að óskum hvers fyrirtækis.
 • Kerfið fyllir sjálfkrafa inn í svæði þar sem upplýsingarnar liggja þegar fyrir í kerfinu.
 • Hægt að prenta eyðublöðin beint út eða senda með tölvupósti.