S5 Sölustjóri

Gísli Ragnar Ragnarsson
440 9361

Kerfi fyrir söluherferðir og vísbendingar um sölutækifæri

Í kerfinu er á skipulegan hátt hægt að halda utan um stöðu söluherferða og vísbendinga, samskipti við viðskiptavini og niðurstöður úthringinga. Þannig er tryggt að sölustjórar og sölumenn hafi ávallt góða yfirsýn yfir sölumál fyrirtækisins.

Ávinningur af því að nota S5 Sölustjóra:

 • Betri yfirsýn yfir sölumál fyrirtækisins
 • Betri og skjótari þjónusta við viðskiptavini
 • Markvissari greining vísbendinga og auðveldari stjórnun þeirra
 • Auðveldari og ódýrari þjálfun starfsfólks
 • Auðvelt er að aðlaga kerfið að sérþörfum einstakra fyrirtækja
 • Kerfið býður upp á margvíslegar sýnir á gögn og tölfræðiúrvinnslu

Í S5 Sölustjóra er meðal annars hægt að:

 • Stofna sölu- og úthringiherferðir og stýra ferli þeirra
 • Stýra ferli vísbendinga um sölutækifæri og útdeila þeim á starfsmenn
 • Halda utan um samskipti við viðskiptavini í samskiptasögu
 • Senda tölvupóst með tilkynningum, fréttabréfum á valda markhópa
 • Stilla sjálfvirkar áminningar og koma í veg fyrir að mál dagi uppi
 • Flokka viðskiptavini í markhópa
 • Tengja vísbendingar um sölutækifæri líkum á viðskiptum
 • Skoða margvísleg yfirlit og sýnir á gögn
 • Útbúa og greina tölfræðiupplýsingar og árangursvísa um söluherferðir
 • Skilgreina notandahópa og notendaaðgang
 • Halda utan um tölvutæk fylgiskjöl
 • Tengja kerfið við vefgátt þannig að fyrirspurnir skráðar á vef fyrirtækisins verða sjálfkrafa að máli í kerfinu
 • Senda endurgjöf vegna innsendra fyrirspurna og ábendinga af vef

Innleiðing og ráðgjöf

Hjá Advania starfa ráðgjafar með margra ára reynslu og víðtæka þekkingu á upplýsingatækni og gæðamálum. Þeir veita aðstoð við innleiðingu kerfisins í samræmi við óskir og þarfir einstakra viðskiptavina.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um S5 Sölustjóra veita sölumenn og ráðgjafar Advania. Sé þess óskað býður Advania upp á ítarlega kynningu á kerfinu og hvernig það getur nýst fyrirtækjum og stofnunum við að halda skipulega utan um sölu- og úthringiherferðir og þannig auka gæði vöru og þjónustu.