Þjónustukerfi

Helgi Magnússon
440 9926
Oracle þjónustukerfið er hluti af Viðskiptalausn Oracle. Í kerfinu eru útbúnir þjónustu- og ábyrgðarsamningar þegar kaup á vöru eða þjónustu á sér stað.

Kerfinu er ætlað að halda utan um allar skuldbindingar við viðskiptavini bæði vegna þjónustu sem er seld með vöru og hefðbundinna þjónustusamninga.

Markmið kerfisins er að auðvelda utanumhald, tryggja að viðskiptavinirnir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á eða hafa samið um og stuðla þannig að aukinni ánægju þeirra.

Sjálfvirkt flæði upplýsinga

Þjónustukerfið veitir öðrum kerfishlutum í Oracle nauðsynlegar upplýsingar.  Ef skráð er verkbeiðni í Verkbeiðnakerfi sendir það fyrirspurn til Þjónustukerfisins um hvort varan sé í ábyrgð hjá viðkomandi viðskiptavini.  Þjónustukerfið sendir síðan svar til baka og ef við á upplýsingar um hverskonar þjónusta er innifalin í ábyrgðinni.  Á meðal annarra upplýsinga sem kerfið getur skilað eru skuldbindingar um viðbragðstíma, hvort þjónustutíminn nái aðeins yfir ákveðinn hluta sólarhrings og tímagjald vegna þjónustunnar.  Í samræmi við þessar upplýsingar er hægt að bregðast við á réttan hátt. 

Sala á þjónustu og notkun

Kerfið er hægt að nota til að halda utan um allar tegundir þjónustusamninga.  Þjónustu og afnot er hægt að selja bæði gegn fastri greiðslu sem er reiknuð út frá áætluðu magni eða eftir því hversu mikil þjónusta eða notkun er í raun.  Þegar samningur er gerður er hægt að skilgreina lágmarksþjónustu eða notkun sem viðskiptavinurinn greiðir fyrir.  Allar breytingar á vöruverði sem gerðar eru í Verðskráningakerfinu á samningstímanum vegna einstakrar vöru, eða tengjast ákveðnum viðskiptavini er hægt að skoða samhliða samningnum.  Ef greitt er fyrir raunnotkun á vöru, en upplýsingar um hana liggja ekki fyrir þegar reikningur er gerður er hægt að byggja reikninginn á meðaltalsnotkun síðustu mánaða. 

Tenging við Viðskiptakröfukerfi

Þjónustukerfið tengist Viðskiptakröfukerfi Oracle, það sendir þangað kröfur sem byggja á þjónustusamningum og sækir einnig þangað viðskiptasögu viðkomandi viðskiptavinar eða vöru. 

Endurnýjun eða uppsögn samninga

Hægt er að stilla kerfið þannig að samningar séu endurnýjaðir sjálfkrafa, en einnig er hægt að endurnýja og gera breytingar á samningum handvirkt. 

Samræmd notendaskil

Notendaskilin í Oracle eru samræmd t.d. er hnappa- og valmyndastika kerfisins eins í öllum kerfishlutum.  Þegar notendur hafa lært undirstöðuatriði í einum kerfishluta geta þeir yfirfært þá þekkingu yfir á aðra hluta kerfisins.  Kerfið hefur verið aðlagað að íslenskum aðstæðum auk þess sem allar skjámyndir kerfisins og handbækur eru á íslensku.