Gerandi

Gísli Ragnar Ragnarsson
440 9361

Aðgengilegt kerfi fyrir alla á vefnum

Gerandi er veflausn fyrir tímaskráningu starfsmanna og er því aðgengilegur bæði innan fyrirtækja sem utan. Kerfið hentar sérstaklega þeim sem selja út tíma starfsmanna eða vilja fylgjast með skiptingu tíma á milli verkefna og deilda og hafa þannig betri stjórn á skiptingu kostnaðar. Stjórnendur hafa góða yfirsýn yfir verkefni, verkþætti og starfsmenn. Starfsmenn hafa góða yfirsýn yfir sín verkefni, stöðu orlofs og fleira.

Þeir sem gagn hafa af Geranda eru meðal annars

  • Verkfræðistofur
  • Ráðgjafar
  • Hugbúnaðarfyrirtæki
  • Hugbúnaðardeildir fyrirtækja og stofnana
  • Endurskoðendur
  • Lögfræðingar
  • Verktakar 
Ummæli
ASK arkitektar hafa notað tímaskráningarkerfið Geranda í rúmt ár. Kerfið hefur reynst mjög einfalt í notkun og eru allir starfsmenn mjög ánægðir með viðmótið. Með kerfinu er einfalt að ná ýmsum upplýsingum um tímanotkun og útlit tímaseðla er stílhreint og auðskiljanlegt.
  • Páll Gunnlaugsson, arkitekt FAÍ, ASK arkitektar

Sveigjanlegt kerfi

Gerandi er tímabókhald sem er aðlagað mismunandi starfsemi með því stýra hvaða verk, verkhlutar og verkþættir eru í boði. Einnig er hægt að stjórna því hvaða tegund vinnu er haldið utan um svo sem dagvinnu, yfirvinnu, útköll eða jafnvel akstur og dagpeninga. Haldið er utan um orlofsdaga, veikindi og slík mál á sama hátt.

Kerfið innifelur einnig samþykktarferli og verkfæri til áætlanagerðar ásamt sjálfvirkum samanburði á rauntölum við áætlanir. Kerfið styður mörg tungumál.

Innleiðing á Geranda er fljótleg og tenging við S5 lausnir gerir kerfið enn fullkomnara. Möguleikar eru á sjálfvirkum tengingum við viðskiptakerfi og önnur verkbókhaldskerfi.
 

Yfirsýn fyrir stjórnendur

Með Geranda geta stjórnendur fengið yfirsýn yfir starfsemina, bæði með því að skoða vinnutíma einstakra starfsmanna sem og verka og verkhluta. Einfalt að taka valin gögn yfir í Excel og vinna með nánar þar, einnig hægt að taka út gögn í tilbúnar Excel skýrslur. Boðið er upp á að skrá áætlanir og að bera þær saman við rauntíma.