H3 launa- og mannauðskerfi

Daði Friðriksson
440 9725

Heildarlausn í mannauðsmálum

H3 er launakerfi og mannauðskerfi sem hjálpar stjórnendum að ná árangri í mannauðsmálum. Hundruð fyrirtækja nota H3 og eru notendur fyrst og fremst mannauðsstjórar, fræðslustjórar og launafulltrúar. 

Þetta gerir lausnin

H3 er fyrst og fremst notað til að leysa eftirfarandi verkefni í mannauðsmálum: 

 • Reikna og greiða út laun
 • Halda utan um dagpeninga
 • Utanumhald um menntun starfsmanna 
 • Áætlanagerð
 • Halda utan um ráðningaferli frá starfsauglýsingu til ráðninga

Í H3 mannauðskerfinu fá notendur fullkomna yfirsýn í þægilegu og notendavænu viðmóti. Öflugar aðgangsstýringar tryggja að rétta fólkið fær aðgang að upplýsingum og aðgerðum.

Helstu kostir

 • Fullkomin yfirsýn yfir mannauðinn í þægilegu viðmóti
 • Staðlað kerfi með mikinn sveigjanleika og notendavænt viðmót 
 • Rekjanleiki aðgerða og einfalt að leiðrétta
 • Samþætting kerfiseininga tryggir að þær vinna saman
 • Tvískráning gagna er óþörf
 • Einfaldar uppfærslur
H3 launakerfi
Ummæli
Fjárfesting FoodCo í H3 sparaði mikinn tíma við utanumhald á mannauðsmálum, útborgun launa, skráningu gagna, skýrslugerð og upplýsingagjöf til starfsmanna og stjórnenda og hún skilaði sér fljótt til baka.
 • Herwig Syen, mannauðsstjóri
 • Foodco

Viðbætur við H3 kerfið

 • H3 greiningar auðveldar ákvarðanatöku og eftirlit í gegnum viðskiptagreind með OLAP teningum, KPI mælum og skýrslum.  Stjórnendur geta fylgst með þróun launamála og borið saman áætlun og raungögn auk þess að fylgjast vel með mannauði fyrirtækisins og taka réttar ákvarðanir í mannauðsmálum.
 • H3 starfsmenn/umsækjendur er sjálfsafgreiðslugátt sem gerir starfsfólki mögulegt að skrá, skoða og uppfæra eigin upplýsingar ef fyrirtækið veitir aðgang til þess.
 • H3 stjórnun er notendavænt viðmót fyrir allar algengustu aðgerðir stjórnandans, aðgangsstýrt að þörfum hvers fyrirtækis / stjórnanda

Öflugar tengingar á milli kerfa

Með því að hafa í einum gagnagrunni allar upplýsingar um starfsmenn fyrirtækisins er hægt að tengja saman ólík gögn sem saman mynda verðmætar upplýsingar um mannauð fyrirtækisins á hverjum tíma. 

Í sjálfsafgreiðslu kerfisins er hægt að skilgreina ákveðin ferli umsókna á til dæmis ýmsa viðburði eða umsókna um laus störf og það sparar vinnu við utanumhald og skráningu og tryggir nákvæmni og eftirlit. 

Öflugar aðgangsstýringar 

Aðgangsstýringar kerfisins gera kleyft að stýra aðgangi að gögnum með markvissum hætti, en hægt er að stýra aðgangi að kerfum, kerfishlutum og skjámyndum. Einnig er mögulegt að stýra aðgangi eftir skilgreindu hlutverki eða einstaklingi. Þetta er grundvallaratriði hvað varðar aðgengi starfsmanna og stjórnenda beint að eigin gögnum.