H3 Áætlanir

Daði Friðriksson
440 9725

Öflug lausn til að gera markvissar launaáætlanir

H3 Áætlanir umbreytir vinnulagi við launaáætlanagerð lögaðila og eykur kostnaðarvitund og sjálfstæði stjórnenda.  H3 Áætlanir gerir notendum mögulegt að gera faglegar, nákvæmar og áreiðanlegar launaáætlanir í notendavænu viðmóti og sparar bæði tíma og fyrirhöfn.

 H3 Áætlanir svara spurningum sem þessum: 

 • Hefur kostnaður vegna yfirvinnu hækkað eða  lækkað?
 • Hvað hafa launatengd gjöld hækkað mikið milli ára?
 • Hvaða hækkanir hafa nýir kjarasamningarnir í för með sér?
 • Hvaða áhrif hefur hækkun tryggingagjalds?
 • Hver er launakostnaður samanborið við áætlun í hverjum mánuði fyrir sig?
 • Hvað kostar að bæta við stöðugildum og fækka yfirvinnutímum tiltekinna deilda?
 • Hvernig kemur áætlunin út miðað við gefnar forsendur? 
H3 Áætlanir er sjálfstæður hluti af H3 mannauðslausninni og samanstendur af áætlanakerfi en svo er hægt að bæta við áætlanateningi sem er einstakt greiningar- og eftirlitstól fyrir stjórnendur og sömuleiðis sjálfsafgreiðslugátt fyrir millistjórnendur sem geta þá áætlað fyrir sína deild.

Helstu kostir H3 Áætlana

 • Sparar heildartíma og kostnað við áætlanagerð og eftirlit
 • Yfirsýn varðandi stöðuna hverju sinni, eftir deildum og öðrum breytum og mælieiningum 
 • Betri upplýsingar um mannauðinn og kostnað tengdan honum sem leiðir til faglegri vinnu og upplýstari ákvarðanatöku
 • Sýnir uppbyggingu launakostnaðar og gerir stjórnendum kleift að greina raunkostnað á móti áætlun í smæstum atriðum
 • Regluleg endurskoðun og eftirlit áætlana varpar ljósi á frávik og gefur færi á skjótum viðbrögðum 
 • Áætlanagerð er unnin í sama söguskráða kerfinu og því eru frávik og ónákvæmni eldri aðferða ekki lengur til staðar
 • Notar staðlaðar aðferðir fyrir alla starfsemina
 • Styður vel við endurskipulagningu fyrirtækja 
 • Ótakmarkaður fjölda áætlana og endurskoðana
 • Skýrslugerð er einföld og fljótleg 
 • Tryggir öryggi launagagna með aðgangsstýringum
 
Ummæli
Launaáætlanagerð er stjórnunarverkfæri. Með H3 Áætlunum fáum við góða yfirsýn yfir launakostnað og þróun stöðugilda. Jafnframt gerir kerfið stjórnendum mögulegt að rýna tölur um launakostnað og greina frávik. Við berum saman áætlanir deilda við rauntölur mánaðarlega og greinum hvernig nýtt ár kemur út í samanburði við fyrri ár.
 • Bára Mjöll Ágústsdóttir
 • Samskip