H3 Dagpeningar

Daði Friðriksson
440 9725

Utanumhald um dagpeninga þegar ferðir eru margar og fjöldi gjaldmiðla er mikill

H3 Dagpeningar er heildarlausn þar sem útreikningur dagpeninga fer fram og uppgjör og greiðslur á reikninga starfsmanna er tengt við hvaða gjaldmiðil sem er. Með H3 Dagpeningum eru allar upplýsingar um dagpeningagreiðslur á einum stað og meðal annars hægt að nálgast yfirlit yfir heildargreiðslur, fjölda ferða, hvert var farið ofl.
 

Öflugar aðgangsstýringar og dreifð vinna

Eitt af markmiðum H3 heildarlausnarinnar er að mögulegt sé að dreifa vinnu vegna starfsmannamála á fleiri starfsmenn. Starfsmaður getur til dæmis  annast dagpeningagreiðslur og utanumhald án þess að hafa aðgang að öðrum hlutum kerfisins. 
 
H3 Dagpeningar er sjálfstæður hluti af H3 mannauðslausninni en æskilegt er að H3 Laun séu til staðar.  

Helstu kostir H3 dagpeninga

  • Allar upplýsingar um dagpeningagreiðslur á einum stað. M.a er hægt að nálgast yfirlit yfir heildargreiðslur, ferðafjölda, áfangastaði ofl.
  • Dagpeningayfirlit auðveldar starfsfólki utanumhald með greiðslum og sparar vinnu við framtalsgerð
  • Kerfið gerir mögulegt að greiða starfsfólki dagpeninga í hvaða gjaldmiðli sem er, t.d. með innborgunum á mismunandi gjaldeyrisreikninga starfsfólks
  • Þegar dagpeningarnir eru greiddir má senda samtímis dagpeningakvittun í tölvupósti á þá starfsmenn sem eru að fá greidda dagpeninga
  • Gengi sótt með einum takka, aldrei þarf að handskrá gengi