H3 Fræðsla

Daði Friðriksson
440 9725

Utanumhald um allt fræðslustarf fyrirtækisins 

H3 Fræðsla er kerfiseining til að halda utan um námskeið, fræðslu eða aðrar uppákomur sem eiga sér stað hjá fyrirtækinu. Þannig er hægt að halda utan um námskeið, ráðstefnur, árshátíðir eða aðra atburði þar sem þörf er á góðri skipulagningu. Þátttakendur geta bæði verið starfsmenn fyrirtækisins sem og utanaðkomandi aðilar sem sækja fræðslu til fyrirtækisins.


Utanumhald um aðföng

Í H3 Fræðslu er haldið utan um öll aðföng svo sem aðstöðu, leiðbeinendur, sýningarbúnað, mat og drykk og allt annað sem þörf er á að halda utan um varðandi atburði. Hægt er að tengja saman fræðslu og uppfærslu skírteina í kjölfar fræðslu – eða jafnvel uppreikna laun m.t.t. einingafjölda á námskeiðum. Í kerfinu eru mörg góð verkfæri til að vinna með þátttakendur og taka út skýrslur, greiningarteningar fyrir tölfræði og ýmislegt fleira.

Tengingar við önnur kerfi

H3 Fræðsla er sjálfstæður hluti af H3 mannauðslausninni en mögulegt er að bæta við starfsmannagátt, sem gerir starfsfólki mögulegt að skrá, skoða og uppfæra eigin upplýsingar og stjórnendagátt sem veitir stjórnendum aðgangsstýrðan aðgang að upplýsingum um sitt starfsfólk. Kerfið virkar algjörlega sem óháð og sjálfstæð lausn en hefur meiri virkni ef hún er tengd við H3 Mannauður. H3 Fræðsla er samhæft við aðrar H3 einingar sem kemur í veg fyrir tvískráningar.

Helstu kostir H3 fræðslu

  • Öll skipulagning og skráning vegna atburða- og fræðsluviðburða á einum stað
  • Fræðsluferill starfsmanns aðgengilegur bæði stjórnanda og starfsmanni í notendavænu umhverfi
  • Eftirfylgni með nauðsynlegum skilríkjum fæst með tengingu við skírteini í H3 Mannauð. Þannig má viðhalda nauðsynlegri þekkingu og framlengja gildistíma mikilvægra skírteina hjá starfsmönnum
  • Sjálfvirk fundarboð og aðrar tilkynningar til þátttakenda og yfirmanna þeirra auðvelda samskipti og styðja við góða mætingu 
  • Fræðsluleit flýtir og einfaldar að skrá á námskeið þá starfsmenn sem ekki hafa lokið ákveðinni fræðslu
  • Tölfræði- og kostnaðargreining auðvelda fræðslustjóra útreikninga, skýrslugerð og úrvinnslu s.s. vegna þátttakenda, atburða og aðfanga
  • Lágmarkar kostnað þegar starfsmenn skrá sig sjálfir á atburði í vefmiðmóti, sem birta má á innri vef fyrirtækis eða í H3 viðmóti

 

Ummæli
Hjá FoodCo notum við H3 kerfið til þess að halda utan um allan mannauðinn, gera ráðningarsamninga, halda utan um fræðslu sem fer fram, fá þær upplýsingar úr kerfinu sem stjórnendur þurfa, halda utan um ráðningarferlið og svara umsækjendum. Notkun forritsins sparar talsverðan tíma og hjálpar okkur að þjónusta bæði stjórnendur fyrirtækisins, millistjórnendur og starfsmenn.“
  • Herwig Syen, mannauðsstjóri
  • FoodCo hf.