H3 Laun

Daði Friðriksson
440 9725

30 ára reynsla af launavinnslu

H3 Laun er vinsælt launakerfi sem byggir á fremstu tækni sem völ er á. Kerfið tekur mið af áratugalangri reynslu sérfræðinga Advania af íslenskri launavinnslu og íslensku umhverfi sem skilar sér í notendavænu og þægilegu kerfi sem er auðvelt í notkun.


Notendavænt og þægilegt

Öll virkni launakerfisins miðar að því að auðvelda launavinnsluna, spara tíma og auka yfirsýn yfir launakostnað og starfsmannaupplýsingar. Með H3 Laun er auðvelt að nálgast allar launaupplýsingar, skilagreinar eru rafrænar og launakeyrslan er söguskráð.

Auðveldar tengingar við önnur kerfi

 H3 Laun tekur á móti tíma- og launafærslum frá algengustu viðverukerfum og skilar bókhaldsfærslum til allra bókhaldskerfa. Auðvelt er að lesa inn skráningarfærslur viðverukerfa, ýmist í gegnum vefþjónustur eða úr textaskrám.  Við bjóðum einnig sérhannað Excelskjal til innlestrar á launum, frádrætti og réttindum. Orlofshækkanir eru tengdar starfsaldri eða lífaldri og vottorð vinnuveitanda eru gefin út með einum smelli. Kerfið getur skilað upplýsingum og skýrslum á innri/ytri vefsíður eða í Excel til greiningar, áætlana og myndrænna framsetninga.

Hægt að bæta við greiningum

H3 Laun er sjálfstæður hluti af H3 mannauðslausninni en mögulegt er að bæta við öflugu greiningar- og eftirlitstóli fyrir stjórnendur til að fylgjast með þróun launamála. 

Helstu kostir H3 launakerfisins

 • Einfalt í allri notkun
 • Hentar fyrirtækjum af öllum stærðum
 • Hægt er að hafa fleiri en eitt fyrirtæki í hverjum grunni og tengjast með aðgangsstýringum á hvert fyrirtæki fyrir sig
 • H3 Laun nýtist jafnt fyrir starfsmenn á tímakaupi og mánaðarlaunum
 • Í kerfinu er niðurbrot á færslum með þeim hætti að launakostnaður og færslur í bókhald geta brotnað niður á verk, deild, svið og fl.
 • Sveigjanleiki er innbyggður í högun reikniverksins, sem er allt töfludrifið og því auðvelt að breyta reikningi
 • Kerfið reiknar og geymir útreikning niður í smæstu einingar
 • Í launaseðlum, skýrslum, viðmóti og vinnslum eru gögnin dregin saman eftir þörfum 
 • Rafrænar skilagreinar á staðgreiðslu, launatengdum gjöldum og launamiðum
 • Aðgangsstýringar gera mögulegt að skipta verkefnum á milli starfsmanna og veita stjórnendum aðgang að launagögnum undirmanna sinna
 • Kerfið býr yfir innbyggðum ferlum sem leiða notendur áfram við aðgerðir sem sjaldan eru framkvæmdar s.s. hækkun á launatöflu, uppgjöri á desember- og orlofsuppbót og innlestri á færslum í skráningu
 • Fjölmargar skýrslur eru til staðar auk fyrirspurna. Gögn eru flutt með einum hnappi yfir í Excel
 
Ummæli
Hjá sveitarfélaginu gegnir H3 lausnin mikilvægu hlutverki sem öflugt upplýsingakerfi sem aðstoðar við allt utanumhald starfsmannaupplýsinga. Notkun forritsins sparar tíma og fyrirhöfn og veitir upplýsingar um starfsmannahald sem nauðsynlegar eru í nútíma mannauðsstjórnun.
 • Gunnar Jónsson, bæjarritari
 • Fjarðarbyggð