H3 Mannauður

Daði Friðriksson
440 9725

Starfsmannaupplýsingar á einum stað

H3 Mannauður er hægt að laga að stærð, umfangi, starfsmannaveltu og viðfangsefni fyrirtækja. Mannauðsstjórinn getur notað kerfið til að halda utan um allar upplýsingar um starfsmanninn hvort sem er persónulegar upplýsingar eins og nafn, heimili, fæðingardag – sem og þekkingu, hæfileika, kunnáttu og aðstandendur. Í kerfinu má skrá og fylgja eftir verkefnum tengdum starfsmanni, þekkingarþörf hans, markmiðum, starfsþróun, frammistöðu, mætingu, hrósum eða umkvörtunum – og jafnvel tiltali eða öðrum samtölum stjórnanda við starfsmann, sem þarf að vera formleg söguskráning fyrir. Síðan má einnig halda utanum hluti í vörslu starfsmannsins, svo sem síma, fartölvur, einkennisbúninga og aðgangskort. Þannig getur kerfið minnt mannauðsstjórann á að starfsmaðurinn þurfi að skila þessum hlutum við starfslok.

Helstu kostir H3 mannauðs

 • Einfalt og notendavænt viðmót og einfaldar kerfið verkefni tengd mannauðnum
 • Eftirfylgni með nauðsynlegum skilríkjum, þekkingu og öðrum kröfum er auðveld með vöntunarlista sem uppfyllist sjálfkrafa þegar kröfur eru uppfylltar
 • Rafrænn skjalaskápur sem heldur utanum öll viðkvæm starfsmannagögn
 • Skipulegt utanumhald og yfirsýn með kerfi sem gefur fyrirtækjum kost á að halda utan um starfsmannaupplýsingar á einum stað s.s. persónuupplýsingar, hluti í vörslu og fræðslu
 • Aðgengilegar skýrslur og greiningarvirkni breyta hráum gögnum í aðgengilegar upplýsingar sem birtast t.d. í mælaborði stjórnandans og hjálpa við ákvarðanatöku
 • Ábyrgð og kröfur til starfs eru auðséðar bæði starfsmönnum og stjórnendum með starfslýsingum. Sjálfvirkir tölvupóstar tilkynna starfsmönnum um breyttar starfslýsingar.
 • Greina má ábyrgðarsvið starfsmanns á ákveðnum tíma með því að skoða eldri starfslýsingar og gildistíma þeirra
 • Tvískráningar úr sögunni því nægilegt er að færa á einn stað í H3 og uppfærast þá upplýsingarnar sjálfkrafa í öðrum kerfishlutum 
 • Sparar tíma og minnkar villuhættu þar sem stjórnendur og starfsmenn slá sjálfir inn upplýsingarnar sínar þegar nýttar eru sjálfsafgreiðslugáttir. Þetta minnkar einnig álag á starfsmannahald sem hefur betri tíma í stefnumótun og önnur krefjandi verkefni
 • Forsniðin skjöl flýta fyrir og samræma mikið notuð skjöl þar sem kerfið fyllir út í starfsmannaupplýsingar í skjölum fyrir notandann

Aðgangsstýringar

Aðgangsstýringar auka öryggi og gerir kleift að stýra aðgangi að gögnum, kerfum, kerfishlutum, skjámyndum, hlutverki o.fl. með markvissum hætti þar sem mismunandi notendur hafa mismunandi þarfir

Öflugt mannauðskerfi getur gefið notendum mismunandi aðgang að gögnum, þannig að stjórnendur geti unnið með og skoðað gögn fyrir sína undirmenn, skráð frammistöðuviðtöl, svo eitthvað sé nefnt. Í gegnum starfsmannagátt má gefa starfsfólki aðgang til að uppfæra persónulegar upplýsingar og minnka þannig álag á mannauðsdeild eða mannauðsstjóra, sem geta þá frekar sinnt verkefnum sem krefjast sérmenntunar þeirra eða reynslu. 

Samhæfingar við önnur kerfi

H3 Mannauður er sjálfstæður hluti af H3 mannauðslausninni en mögulegt er að bæta við stjórnendagátt og/eða starfsmannagátt. Einnig má bæta við H3 Vefþjónustum og/eða H3 Samþættingum og þannig geta gögnin flætt yfir í önnur kerfi og á innri eða ytri vefi fyrirtækisins með innbyggðum vefþjónustum og samþættingarmöguleikum. Við þetta sparast vinna og villuhætta minnkar.

Ummæli
H3 hugbúnaðurinn styður mjög vel við faglega mannauðsstjórnun og viðleitni OR til að komast á efri þroskastig mannauðsstjórnunar þar sem skipulagsheildin myndar samþætt, skilvirkt kerfi. Með H3 nýta allir stjórnendur tæki mannauðsstjórnunar og upplýsingarnar sem kerfið býður upp á. Starfmenn nýta sér einnig H3 þar sem þeir meðal annars hafa aðgengi að því að skoða og skrá sig á þá fræðsluviðburði sem í boði eru, sjá launaseðilinn sinn, starfslýsingu, starfsmannasamtöl o.fl. Sjálfsafgreiðsla starfsmanna leiðir til tímasparnaðar hjá starfsmannamálum og stjórnendum.
 • Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri
 • Orkuveita Reykjavíkur