H3 Ráðningar

Daði Friðriksson
440 9725

Utanumhald um allt ráðningaferlið

H3 Ráðningar gefur fyrirtækjum kost á að halda skipulega utan um allt ráðningaferlið frá því starf er auglýst þar til umsækjandi hefur verið ráðinn til starfa. H3 Ráðningar auðveldar úrvinnslu umsókna og eykur yfirsýn yfir ráðningaferlið. Þetta minnkar líkur á að missa af hæfum umsækjendum, en stór hluti velgengni er fólginn í að velja rétta fólkið í sitt lið. 


Fyrir fyrirtæki af öllum gerðum

Lausnin hentar vel fyrir stjórnendur stærri fyrirtækja af öllum gerðum enda mjög sveigjanlegt og auðvelt að sníða það að þörfum hvers fyrirtækis. Í stærri fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum þar sem ráðningar fara fram í hverri deild er auðvelt að veita stjórnendum aðgang að sínum umsækjendum.  Getur einnig hentað minni fyrirtækjum þar sem allar ráðningar fara fram hjá einum stjórnanda sem hefur margt á sinni könnu.

H3 Ráðningar getur staðið eitt og sér, en er líka samhæft við aðrar H3 einingar, sem kemur í veg fyrir tvískráningar. Þannig stofnast starfsmaðurinn beint inn í H3 Laun og H3 Mannauð við ráðningu ef þær einingar eru til staðar.  

Helstu kostir H3 ráðninga

 • Stórbætt yfirsýn yfir allt ráðningaferlið 
 • Einfalt og notendavænt viðmót auðveldar ákvarðanatöku og utanumhald
 • Sjálfvirk svörun til umsækjenda bætir ímynd fyrirtækisins 
 • Aðlaðandi ráðningavefur þar sem umsækjendur geta fylgst með stöðu umsókna sinna og sótt störf á fljótlegan hátt
 • Útlit ráðningavefs aðlaganlegt að vef fyrirtækis og texta viðhaldið án aðkomu tæknimanna
 • Rafrænt, vistvænt og öruggt umhverfi með rafrænum skjalaskápi og aðgangi stjórnenda gerir prentun óþarfa og minnkar því hættu á að gögn komist í hendur óviðkomandi aðila
 • Úrvinnsluatriði á umsóknum leyfa skráningu á niðurstöðum úr yfirferð, viðtölum og prófum og því auðvelt að bera saman umsóknir
 • Sparar innslátt og minnkar villuhættu þar sem upplýsingar sem umsækjandi slær sjálfur inn flytjast sjálfvirkt í launa- og mannauðskerfið við ráðningu
 • Stjórnendagátt auðveldar val á besta umsækjandanum, stjórnendur skoða, leita, sía og flokka umsóknirnar. Hægt er að takmarka aðgang stjórnenda
Ummæli
Fjárfesting Kaffitárs í H3 ráðningakerfinu hefur svo sannarlega sparað mikinn tíma þar sem allt utanumhald tengt umsóknum og ráðningum er mun einfaldara og skilvirkara núna. Rekstarkostnaður hefur minnkað því að við höfum getað sparað okkur að auglýsa lausar stöður í sumum tilfellum þar sem aðgengilegur gagnagrunnur umsækjenda er til staðar. Allt vinnuumhverfi mitt sem rekstarstjóra, að því er tengist ráðningum, hefur breyst og er nú einfaldara með tilkomu kerfisins. Einnig gefur kerfið okkur færi á að veita upplýsingar um ferlið með sjálfvirkum svörum úr kerfinu t.d., er nú hægt að koma skilaboðum til allra sem senda inn umsóknir með einni einfaldri aðgerð. Okkur finnst það mikilvægt.
 • Lilja Pétursdóttir, rekstrarstjóri Kaffitár
 • Kaffitár