H3 Samþættingar

Daði Friðriksson
440 9725

Tengdu H3 við önnur kerfi og útrýmdu tvískráningum

H3 Samþættingar dreifir og samræmir gögn milli mismundandi kerfa eins og t.d. Active Directory, bókhaldskerfi, vefviðhaldskerfi, mannauðskerfi, tímaskráningakerfi svo eitthvað sé nefnt. Lausnin kemur í veg fyrir margskráningu upplýsinga og lágmarkar þannig kostnað við að viðhalda þeim.


Styður helstu staðla

Með H3 Samþættingum má keyra samþættingarþjónustur sem tryggir þjónustumiðaða högun sem opnar aðgengi að upplýsingum. H3 Samþættingar styður helstu staðla fyrir gagnaflutninga og vefþjónustur. Öryggismál í rekstri aukast verulega með aukinni sjálfvirkni í lokun aðgangs að tölvukerfum en á sama tíma aukast gæði gagna í öllum kerfum sem kerfið stýrir.

Skalanleg lausn

Lausnin er skalanleg og þjónar bæði stórum og smærri notendum sem vilja byggja upp þjónustumiðaða högun. Kerfið samþættir oft viðkvæm gögn og því er mikilvægt að aðeins aðilar sem mega nálgast gögnin annist rekstur kerfisins og umhverfið sem það keyrir á.  H3 Samþættingar er lausn fyrir fyrirtæki sem hafa þörf á samþættingu ólíkra hugbúnaðarkerfa eða vilja tengjast á rafrænan hátt kerfum sem skila / sækja gögn sín á milli. 

H3 Samþættingar er sjálfstæður hluti að H3 mannauðslausninni sem hægt er að tengja við önnur H3 kerfi til að sækja og miðla gögnum við önnur kerfi.  

Af hverju að nota H3 samþættingar?

 • Viðhald gagna á einum stað
 • Tímasparnaður - minnkar tvískráningar til muna
 • Minnkar villuhættu 
 • Engin handavinna fyrir tölvufólk eftir að búið er að stilla allar tengingar af
 • H3 Samþættingar tengir saman gögn og upplýsingar með rafrænum og sjálfvirkum hætti
 • Létt og liðug lausn - engin gagnageymsla
 • Kerfið virkar með öðrum H3 einingum en getur líka staðið eitt og sér
 • Öryggi í meðhöndlun upplýsinga á milli kerfa

Ávinningurinn fyrir notendur

 • Einfalt og fljótlegt að innleiða H3 samþættingalausn
 • Nokkrar algengar samskiptaeiningar (e. Plug-in) eru tilbúnar til notkunar og verið er að þróa fleiri
 • Notandinn getur sjálfur forritað samskiptaeiningar eða fengið þær hjá Advania
 • Hagkvæmara er að kaupa H3 Samþættingar með tilbúnum samskiptaeiningum og stillingum en að forrita frá grunni

Dæmi um samþættingar

 • Microsoft Active Directory
 • H3
 • MyTimePlan
 • Bakvörður
 • Ofl.