H3 Vefþjónustur

Daði Friðriksson
440 9725

Nýttu upplýsingar úr H3 í öðrum kerfum

H3 Vefþjónustur er tól sem leyfir öðrum kerfum að nýta sér upplýsingar sem eru til staðar í H3 kerfi fyrirtækisins. Þannig má gefa innri og/eða ytri vefjum fyrirtækja aðgang að starfsmannalistum sem uppfærast sjálfkrafa. Ávallt er gefinn aðgangur að þeim upplýsingum sem óskað er eftir og eingöngu til þeirra aðila sem hafa heimildir til að sjá viðkomandi upplýsingar. 


Dæmi um notkunarmöguleika: 

  • Í símaskrá er hægt að birta uppfærð símanúmer allra starfsmanna
  • Hægt er að sjá hverjir eiga afmæli á næstunni, eða jafnvel sérstaklega stórafmæli
  • Mögulegt er að sjá hverjir eiga starfsafmæli á næstunni
  • Hægt að sjá lista yfir nýjustu starfsmenn og takmarka fjölda við 5, 10, 50, 100, alla o.s.frv.
  • Starfsmenn geta skráð sig á atburði og námskeið og séð yfirlit yfir væntanleg námskeið

 H3 Vefþjónustur er sjálfstæður hluti að H3 mannauðslausninni sem hægt er að tengja við önnur H3 kerfi til að sækja gögn og nýta annars staðar.

Helstu kostir H3 vefþjónustu

  • Með H3 Vefþjónustum má leyfa öðrum kerfum t.d. vefjum, tíma- og viðveruskráningarkerfum (t.d. Vinnustund, Tímon, Bakvörður, MTP), starfsmannagáttum og fleira að nálgast starfsmannaupplýsingar beint í H3 starfsmannagrunninn
  • Í flestum tilvikum er „réttasti“ starfsmannalisti fyrirtækisins sá sem launin eru greidd eftir og því rétt að nýta sér þann lista alls staðar þar sem starfsmannaupplýsinga er þörf (t.d. í viðverukerfi). Hægt er að veita aðgang að öllum upplýsingum sem er að finna í H3. Þannig hverfur þörfin fyrir að viðhalda mörgum listum í hvert sinn sem starfsmaður byrjar, hættir, fer í orlof eða færist til í starfi
  • Með H3 samþættingar er hægt að nálgast hvaða upplýsingar sem er í H3 í gegnum vefþjónusturnar. Þannig mætti jafnvel gera launaseðla aðgengilega starfsmönnum
  • trúnaðaryfirlýsingar eða önnur skjöl sem vistuð eru í H3. Hægt er að heimila öðrum kerfum að uppfæra upplýsingar í H3. Dæmi um það er t.d. að þegar starfsmaður er stofnaður er hann fluttur í Active Directory og þaðan er síðan netfangið flutt yfir í H3