Oracle mannauðskerfi

Snorri Páll Jónsson
440 9424

Margbreytilegt kerfi

Mannauðskerfi Oracle samanstendur af fjölbreyttum einingum þar sem stjórna má upplýsingum um mannauð á hagkvæman og árangursríkan hátt. Einingar kerfisins geta tengst hver annarri og mynda heildarmannauðskerfi en geta einnig staðið einar og sér. 


Helstu kostir kerfisins:

  • Allar upplýsingar um starfsmenn á einum stað 
  • Íslenskt viðmót
  • Fullkomlega samhæft kerfi, einingum bætt við eftir þörfum
  • Sjálfsafgreiðsla í gegnum netið, sparnaður og aukin ánægja
  • Öll launamál einfaldast

Fjölbreyttir möguleikar

Það eru margir mismunandi möguleikar í boði til að skrá upplýsingar inn í Oracle-starfsmannakerfið, svo sem algengar persónuupplýsingar, upplýsingar um menntun, endurmenntun, starfsferil, starfsþróun, starf, starfsheiti, kröfur til starfs, deildir, skipurit, laun og margt fleira. Allar upplýsingar sem tengjast starfsmanni í kerfinu eru síðan tengdar saman í eina heild. Með greiningartæki lausnarinnar er síðan mjög auðvelt að taka út, greina og bera saman mismunandi starfsmannaupplýsingar innan fyrirtækisins.

Saga starfsmanna er skráð í kerfið og haldið er utan um sögu breytinga í kerfinu. Það er ávallt tiltækt yfirlit yfir starfssögu starfsmanns í kerfinu og einnig er hægt er að stilla kerfið fram og aftur í tíma og skrá inn og skoða breytingar sem hafa verið gerðar á mismunandi dagsetningum. 

Kostir netsins nýttir

Mannauðsstjórnunarlausn Oracle (Oracle HR) byggist á sjálfsafgreiðslukerfi í gegnum Netið. Það gerbreytir framkvæmdastjórnun og hvernig upplýsingum tengdum mannauði er dreift innan fyrirtækja. Oracle HR gefur fyrirtækjum kost á fjölda leiða til að einfalda viðskiptaferli, bæta innviðina og samskipti við starfsmenn með því að nýta betur þær upplýsingar sem fyrir liggja.

Saga starfsmanna er skráð í kerfið og haldið er utan um sögu breytinga í kerfinu. Það er ávallt tiltækt yfirlit yfir starfssögu starfsmanns í kerfinu og einnig er hægt er að stilla kerfið fram og aftur í tíma og skrá inn og skoða breytingar sem hafa verið gerðar á mismunandi dagsetningum. 

Með því að hafa í einum gagnagrunni allar upplýsingar um starfsmenn fyrirtækisins er hægt að tengja saman ólík gögn sem saman mynda verðmætar upplýsingar um mannauð fyrirtækisins á hverjum tíma. Þannig er til dæmis hægt að tengja upplýsingar um kröfur til starfa við upplýsingar um laun, hæfni, menntun og starfsþróun viðkomandi starfsmanna. Slíkar upplýsingar geta t.d. verið grundvöllur ákvarðana um þróun starfa og starfsmanna til framtíðar.

Í sjálfsafgreiðslu kerfisins er hægt að skilgreina ákveðin ferli umsókna á til dæmis ýmsa viðburði eða umsókna um laus störf og það sparar vinnu við utanumhald og skráningu og tryggir nákvæmni og eftirlit. 

Stýrður aðgangur er að öllum upplýsingum í kerfinu þar sem hægt er að skilgreina bæði hvaða starfsmenn viðkomandi aðili á að hafa aðgang að í kerfinu og einnig hverskonar upplýsingar og hvers konar skjámyndir viðkomandi geti séð í kerfinu. Almennir starfsmenn hafa yfirleitt einungis aðgang að eigin upplýsingum í gegnum sjálfsafgreiðslu kerfisins.