S5 Starfsfólk

Gísli Ragnar Ragnarsson
440 9361

Viðverukerfi og skráning þekkingar

S5 Starfsfólk er hugbúnaður sem heldur utan um bæði viðveru starfsmanna og upplýsingar sem þeim við kemur. Starfsmenn geta á auðveldan hátt skráð sig eða stimplað sig inn í gegnum netið og einnig látið Outlook dagbókina uppfæra stöðu sína sjálfkrafa. 

Dæmi um eiginleika S5 Starfsfólks

  • Hægt er að tengja S5-Starfsfólk við Exchange/Outlook dagbók sjálfkrafa
  • Haldið er utan um helstu upplýsingar um starfsmenn, svo sem myndir, síma, gsm, póstfang, heimili og kennitölu
  • Sjálfvirk inn- og útskráning
  • Auðvelt í uppsetningu og einfalt að aðlaga útlit kerfisins að fyrirtækinu
  • Hentar jafnt stórum fyrirtækjum sem smáum, deildarskiptum, dreifðum og fyrirtækjasamsteypum
Ummæli
Við notum S5 starfsfólk bæði sem viðverukerfi og fræðslukerfi. S5 er einfalt í notkun fyrir alla starfsmenn, sækir upplýsingar beint úr AD og les dagbókina úr Outlook. Símaskráin á innri vefnum er nú óþörf og starfsmenn geta haldið utan um eigin fræðslu. Innleiðingin hjá Advania var til fyrirmyndar.
  • Vigdís Edda Jónsdóttir, starfsmannastjóri
  • Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Tækni

Kerfið styður allar útgáfur af Exchange Server. Allir starfsmenn sem hafa vefskoðara geta komist í S5-Starfsfólk, hvar sem þeir eru staddir, innan skrifstofunnar eða utan. Á vinnustöðvum er Microsoft Internet Explorer notaður. Ef gerðar eru breytingar á kerfinu eru þær þegar komnar til notenda. Viðhaldið er allt á einum stað, miðlægt.

Innleiðing og ráðgjöf

Hjá Advania starfa ráðgjafar með margra ára reynslu og víðtæka þekkingu á ráðgjöf í stjórnun upplýsingaöryggis. Þeir veita aðstoð við innleiðingu kerfisins og framkvæmd áhættumats í samræmi við óskir og þarfir einstakra viðskiptavina.