Tímaskráningar og fjarvistaskráningar

Fullkomin yfirsýn yfir vinnu og frítíma

Advania býður stórum og smáum fyrirtækjum, sveitarfélögum, ríkisstofnunum og einyrkjum úrval tímaskráningakerfa sem eiga það sammerkt að tengjast auðveldlega öllum helstu launakerfum sem eru í notkun á markaðnum.

Okkar kerfi eiga það sammerkt að auðvelda fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum launaútreikninga og auka starfsánægju starfsmanna með því að auka sveigjanleika á vinnustað.

Bakvörður xpress er veflægt tímaskráningakerfi

  • Tímaskráningakerfi í áskrift
  • Hröð og auðveld innleiðing
  • Notandi getur skráð tíma í gegnum farsíma

Vinnustund er fyrir sveitarfélög, stofnanir og stærri fyrirtæki

  • Öflugt tæki til að skipuleggja vinnutíma starfsmanna
  • Inniheldur viðverukerfi og vaktakerfi
  • Auðveld vaktagerð

NAV Tímaskráning fyrir viðveru og fjarveru starfsmanna.

  • Góð yfirsýn yfirmanna t.d. hverjir er mættir, tímaskráning eftir deildum eða tímabilum
  • Starfsmaður getur leiðrétt eigin skráningu sem tekur gildi við staðfestingu yfirmanns
  • Auðveld færsla á tímum yfir í NAV Launakerfið auk tengingar við NAV Verkbókhald