Sveigjanlegt tímaskráningarkerfi í áskrift

Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
440 9353

Bakvörður er tímaskráningarlausn sem veitir stjórnendum betri yfirsýn yfir tímanotkun og fjarveru starfsfólks.

Kerfið gerir starfsfólki kleift að skrá viðveru og starfsfólk hefur aðgang að eigin skráningum til skoðunar og/eða breytinga. 

Verkskráning í Bakverði gerir fyrirtækjum kleift að greina kostnað og nýtingu vinnutíma, tíma sem ekki skráist á verk, og vinnutíma einstakra verkefna.

Vaktaskráning í Bakverði sér alfarið um útreikning á vinnutíma eftir því hvers konar vakt starfsmaðurinn vinnur á. Hægt er að setja upp vaktaáætlun og taka út vaktaskýrslur starfsmanna.

Bakvörður er skýjalausn og greitt er mánaðargjald fyrir notkun þess. Kerfið sparar mikinn tíma við launavinnslu því hægt er að fá fullbúnar skýrslur um tímaskráningar. 

 

 

Fast mánaðargjald útfrá fjölda stöðugilda

Mánaðargjald fyrir Bakvörð miðast við fjölda stöðugilda en ekki fjölda starfsmanna, enda geta verið nokkrir starfsmenn á bak við hvert stöðugildi.

 

Borgaðu fyrir það sem þú notar

Bakvörður er sveigjanleg lausn sem gerir þér kleift að bæta við eða fækka stöðugildum þegar þér hentar. Þú borgar bara fyrir það sem þú notar og með þessu getur þú breytt mánaðargjaldinu með skömmum fyrirvara. Þetta hentar t.d. vel yfir sumartímann þegar ráða þarf inn sumarstarfsmenn. 

 

Engin fjárfesting í búnaði

Kerfið er skýjalausn sem þýðir að notendur geta skráð sig í og úr vinnu úr tölvum og öðrum nettengdum tækjum sem styðja netvafra, óháð stýrikerfi. Fyrirtæki þurfa því ekki að leggjast í kostnaðarsamar fjárfestingar í búnaði til að taka Bakvörð í notkun. 

 

Hvers vegna Bakvörður?

Hægt er að aðlaga Bakvörð að nánast hvaða vinnufyrirkomulagi sem er. Með Bakverði fylgir viðverukerfi sem hægt er að setja upp á allar tölvur, svo starfsfólk geti fljótt séð hverjir eru við vinnu. Sveigjanleiki í inn- og útstimplunarmöguleikum auðveldar fyrirtækjum að bjóða upp á vinnufyrirkomulag sem hentar þörfum hvers og eins. 

Umfram allt þá veitir Bakvörður betri yfirsýn yfir viðveru starfsfólks og orlofsstöðu. 

Íslensk fyrirtæki hafa um áraraðir lagt traust sitt á Bakvörð, og ekki að ástæðulausu. Við búum að mikilli reynslu, enda höfum við hjálpað fyrirtækjum að halda utan um tímaskráningar starfsmanna allt frá árinu 1985.

 

Smelltu hér til að ganga frá pöntun

 

 

Innifalið í áskrift er meðal annars eftirfarandi: 

 • Aðgangur starfsmanna að eigin skráningum. 
 • Staðlaðar reiknireglur fyrir mismunandi vinnutímaskilgreiningar sem eru í kerfinu á hverjum tíma.
 • Aðgangur að þjónustuborði Advania.


Einnig er hægt að bæta við:

 • Launakerfistenging.
 • Viðbótarreglum.
 • Kennsla eða námskeið.
 • Sérstakur þjónustusamningur.

Í boði eru fjórir möguleikar til inn- og útstimplunar:

 • Vefstimplun í gegnum vefsíðu, hvort sem það er í gegnum tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.
 • Símastimplun.
 • Stimplunarforrit Bakvarðar, sem keyrir á tölvu starfsmanns.
 • Skráningarstöð/Stimpilklukka.

Hægt er að nota ólíkar stimplunaraðferðir til inn- og útstimplunar. Þannig getur starfsmaður t.d. stimplað sig inn með stimplunarforriti Bakvarðar, en stimplað sig út í gegnum símann.