Bakvörður

Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
440 9353

Bakvörður leysir þarfir jafnt stórra sem smárra fyrirtækja á sviði tímaskráningar, viðveruskráningar, verkskráningar og vaktaskráningar

Sveigjanleiki Bakvarðar gerir mögulegt að aðlaga það að nánast hvaða vinnufyrirkomulagi sem er. Bakvörður er í stöðugri þróun sem tekur mið af þörfum kröfuharðra viðskiptavina og kapp er lagt við að nýta nýjustu tækni á hverjum tíma.

Bakvörður er meira en tímaskráningartæki

Bakvörður auðveldar eftirlit með tímanotkun og fjarveru starfsmanna, allt mat á framleiðni fyrirtækisins í heild sinni eða eftir deildum verður auðveldara.

Hvað hentar mér?

Tímaskráningarkerfið Bakvörður hentar jafnt stórum sem smáum aðilum og tekur mið af þörfum fyrirtækja í ólíkum atvinnugreinum. Sveigjanleiki kerfisins gerir mögulegt að aðlaga það að nánast hvaða vinnufyrirkomulagi sem er. 

Ummæli
Bakvörður hefur reynst okkur ákaflega vel og við höfum fengið allt aðra stjórnun á tíma og greiningu á vinnutíma starfsmanna. Kerfið er auðvelt í notkun og eftir því sem menn læra betur á það ganga hlutirnir enn betur fyrir sig. Bakvörður auðveldar einnig alla launavinnu þar sem við keyrum upplýsingar úr honum inn í launakerfið okkar.
 • Ragnheiður Jónasdóttir, upplýsingastjóri hjá Jarðborunum

Skráningarlausnir Bakvarðar eru afar sveigjanlegar. Þær vinna fullkomlega saman og starfsmenn geta því t.d. stimplað sig inn að morgni í gegnum síma en út í lok dags í gegnum skráningarstöð.

Skráningarstöð

Skráningarstöð er nokkurskonar stimpilklukka með snertiskjá og er einföld og þægileg í notkun. Í gegnum skráningarstöðina geta starfsmenn stimplað sig inn með því að nota nándarkort, nándardropa eða aðgangskort sem tengjast öryggiskerfi. Lestu meira um skráningarstöðina.

Símaskráning

Símaskráning hentar sérlega vel fyrir dreifða starfsemi eða fyrir fámennari vinnustaði. Starfsmenn geta stimplað sig inn í gegnum fastlínusíma eða gsm síma. Lestu meira um símaskráningu.

Vefskráning

Starfsmenn geta stimplað sig inn og út með í gegnum innra net fyrirtækisins. Vefskráning hentar vel fyrir þá starfsmenn sem hafa ákveðna tölvu til umráða. Lestu meira um vefskráningu.

Aðgangur að Bakverði í gegnum Internetið

Veflausn Bakvarðar er öflug viðbót við Bakvörð sem opnar þann möguleika að veita stjórnendum og/eða starfsmönnum aðgang að Bakverði í gegnum Internetið.

Stjórnendaaðgangur að veflausn

Starfsmaður með mannaforráð getur í gegnum veflausnina fengið aðgang að upplýsingum um ákveðna starfsmenn. Stjórnandinn myndi svo nota vefvafra til að skoða og/eða breyta upplýsingum. Lestu meira um stjórnendaaðgang að veflausninni.

Starfsmannaaðgangur að veflausn

Almennir starfsmenn geta í gegnum veflausnina fengið aðgang að sínum eigin upplýsingum. Starfsmennirnir myndu svo nota vefvafra til að skoða og/eða breyta. Lestu meira um starfsmannaaðgang að veflausninni.

Viðverukerfið inni/úti

Viðverukerfið Inni-Úti gefur öllum notendum veflausnarinnar aðgang að viðverulista starfsmanna. Starfsmenn geta skráð skilaboð varðandi sína eigin viðveru inn í viðverukerfið, t.d. ef viðkomandi er á fundi eða veikur. Lestu meira um viðverukerfið Inni/Úti.

Einfaldar rekstur mötuneytisins

Mötuneytiskerfið Matráður heldur utan um úttektir starfsmanna í mötuneyti. Ekki er nauðsynlegt að vera með Bakvörð til að geta notað mötuneytiskerfið.

Mötuneytiskerfið virkar þannig að starfsmenn skrá úttektir í mötuneyti á rafrænan hátt, t.d. með starfsmannanúmeri eða auðkenniskorti. Þeir sem reka mötuneytið geta svo skoðað yfirlit um úttektir á einfaldan og þægilegan hátt.

Meðal helstu kosta mötuneytiskerfisins:

 • Rafræn skráning úttekta auðveldar allt utanumhald um úttektir í mötuneytinu
 • Tími sparast við útreikning á úttektum starfsmanna
 • Auðvelt er að taka kerfið í notkun þar sem það nýtir starfsmannaupplýsingar úr Bakverði
 • Tengja má mötuneytiskerfið við launakerfi þ.a. hægt er að draga úttektir starfsmanna sjálfkrafa frá launum
 • Starfsmenn geta skoðað úttektir sínar í starfsmannakerfi
 • Fjölbreyttar skýrslur veita góða yfirsýn yfir úttektir starfsmanna í mötuneyti
 • Hægt er að bjóða upp á val um greiðslumáta, t.d. greiðslukort, peningar eða í reikning
 • Allar aðgerðir eru einfaldar og því er dagleg vinnsla auðveld og kerfið er mjög notendavænt

Verkskráning Bakvarðar er öflug viðbót við Bakvörð, sem auðvelt er að laga að þörfum fyrirtækja í hinum ýmsu atvinnugreinum

Verkskráning gerir fyrirtækjum kleift að fylgjast á reglubundinn og auðveldan hátt með t.d.:

 • Verkefnum og kostnaðargreiningu á verk og nýtingu vinnutíma hjá einstökum starfsmönnum eða deildum
 • Dauðum tíma, þ.e. tíma sem ekki skráist á verk 
 • Vinnutíma í einstökum verkefnum 

Gildir þetta jafnt um fyrirtæki sem selja út vinnu og þau sem framleiða vöru. Snar þáttur í kostnaðareftirliti í rekstri af þessu tagi er að geta hvenær sem er fengið upplýsingar um gang og stöðu verka.

Helstu möguleikar verkskráningar

 • Starfsmenn skrá sig inn á verk og/eða verkþætti í gegnum viðeigandi skráningarlausn 
 • Hægt er að skrá verk t.d. í lok dags í gegnum starfsmannakerfið / stjórnandann 
 • Verkskráningar eru lesnar beint úr Bakverði yfir í verkbókhaldskerfi.

Fyrir vinnustaði þar sem unnin er vaktavinna

Vaktakerfið í Bakverði er í notkun hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, sem eru með starfsmenn á ákveðnum vöktum.

Helstu möguleikar vaktaskráningar

 • Bakvörður sér alfarið um útreikning á vinnutíma eftir því hvers konar vakt starfsmaðurinn vinnur
 • Starfsmenn skrá sig inn á vakt í gegnum viðeigandi skráningarlausn 
 • Hægt er að setja upp vaktahringi 
 • Hægt er að taka út vaktaskýrslur starfsmanna