Tímaskráningar og fjarvistaskráningar | Vinnustund

Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
440 9353

Vaktaáætlana og viðverukerfi

VinnuStund heldur utan um tíma- og fjarvistaskráningar starfsmanna ásamt því að vera öflugt tæki til að skipuleggja vinnutíma þeirra.

VinnuStund skiptist í viðverukerfið Stund og vaktakerfið Vinnu. Vinna og Stund eru samtengdir kerfishlutar og vinna saman sem eitt kerfi.

Helstu kostir

 • Öflug vaktagerð
 • Jákvæð ímynd vinnustaðar því starfsmenn geta haft áhrif á vinnutíma sinn 
 • Eykur yfirsýn starfsmanna yfir réttindi sín og viðveru
 • Styður valddreifingu með því að færa eftirlitsþátt frá launadeildum til yfirmanna
 • Bætir samskipti milli starfsmanna og yfirmanna
 • Samtenging við starfsmanna og launakerfi minnkar villuhættu í gögnum
 • Sparnaður í launagreiðslum með auknu eftirliti á yfirvinnu og nákvæmari útreikning á vinnutíma
Ummæli
VinnuStund auðveldar okkur launavinnslu og einfaldar launaeftirlit. Úrvinnsla kerfisins stýrist af ákvæðum kjarasamninga um laun og réttindi. Bein tenging viðverukerfisins við launakerfið eykur öryggi launaafgreiðslunnar. Fyrir stjórnendur eykur kerfið heildaryfirsýn yfir viðveru og fjarvistir starfsmanna. Vaktahlutinn einfaldar skipulagningu vinnutíma vaktavinnufólks. Með VinnuStund geta starfsmenn nálgast allar upplýsingar um eigin viðveru- og fjarvistarskráningar og hafa á hverjum tíma réttar upplýsingar um orlofsstöðu og nýtingu veikindaréttar.
 • Þorbjörg Atla Sigríðardóttir. deildarstjóri launadeildar Reykjavíkurborgar

Helstu leiðir til inn- og útstimplunar

 • Stimpilklukka með snertiskjá
 • Símastimplun
 • Sjálfsþjónustuklukka

VinnuStund tengist eftirtöldum launa- og starfsmannakerfum:

 • Oracle Viðskiptalausnir
 • H3 Laun
 • Topplaun
 • SAP
 • NAV Laun

Kjarasamningar eru miðlægir og halda utan um útreikning tíma, útkalla, leyfis- og veikindaréttar. Einfalt að viðhalda við breytingar eða viðbætur á samningum.