Umsókna- og ráðningakerfi

Snorri Páll Jónsson
440 9424

Kerfi sem fullvinnur starfsumsóknir frá upphafi til enda

Umsókna- og ráðningakerfi Advania er veflausn, hönnuð með það fyrir augum að fullvinna starfsumsóknir frá upphafi til enda á markvissan hátt.

Kerfið gerir notendum kleift að skrá laus störf til umsóknar beint á heimasíðu fyrirtækis eða stofnunar, taka á móti umsóknum og aðstoða við að finna hæfasta einstaklinginn út frá fyrirfram skilgreindum mælikvörðum.

Helstu kostir kerfisins

  • Þægilegt vefviðmót sem er einfalt í notkun
  • Heldur utan um allt ráðningarferlið
  • Staðlað ferli ráðninga sem gerir alla vinnu markvissari
  • Eykur líkur á vel heppnaðri ráðningu og sparar tíma ráðningaraðila
  • Getur tengst ólíkum mannauðs- og launakerfum og auðvelt að séraðlaga
  • Hægt að leigja, kaupa eða fá kerfið í hýsingu

Svarbréf

Boðið er upp á stöðluð en sveigjanleg svarbréf til samskipta við umsækjendur gegnum valferlið, sem unnt er að senda rafrænt eða með formlegri hætti.

Ráðningarsamningur

Þegar ráðningarferlinu lýkur með ráðningu er ráðningarsamingur útbúinn í kerfinu áður en umsækjandi er sendur inn í mannauðskerfi til launasetningar ásamt ráðningarsamningi hans.

Tenging við önnur kerfi

Kerfið er hannað til að tengjast ólíkum mannauðs- og launakerfum. Kerfið samnýtir aðgangsstýringar og vallista þeirra og er því ekki háð neinni tiltekinni tegund kerfa.

Viðbótarþjónusta

Auk umsókna- og ráðningakerfis, getur Advania boðið starfsmannakerfi, vakta- og viðverukerfi, launakerfi og launaþjónustu sem notuð eru af fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum. Hægt er að sérsníða þau að þörfum hvers og eins eða kaupa staðlaðar prófaðar lausnir.