PCI ráðgjöf

Gísli Ragnar Ragnarsson
440 9361

PCI-DSS samhæfing fyrirtækja

Advania býður fyrirtækjum upp á aðstoð við að ná PCI-DSS samhæfingu - allt frá því að veita ráðgjöf varðandi einstaka þætti til þess að leiða fyrirtækið í gegnum vottun.

Sérfræðiaðstoð Advania

Advania býr yfir áralangri reynslu á sviði ráðgjafar í öryggismálum og mikil þekking innanhúss á öllum algengustu kerfum og umhverfum. Ennfremur hefur Advania verið um árabil leiðandi á sviði upplýsingaöryggis á Íslandi. Starfsmenn aðstoða viðskiptavinum við að koma auga á hagræðið og möguleikana sem þetta býður upp á.

Aðkoma sérfræðinga

Jafnvel þótt fyrirtæki búi jafnan sjálf yfir góðri þekkingu á upplýsingakerfum sínum hefur sýnt sig að nauðsynlegt sé að fá utanaðkomandi ráðgjöf þegar kemur að verkefnum sem þessum. Þannig geta tæknimenn fyrirtækisins sinnt daglegum rekstri með sem minnstum röskunum því þetta ferli er tímafrekt og líklegt til að víkja fyrir daglegum rekstri. Utanaðkomandi sérfræðingar koma að kerfinu með öðrum augum og geta komið auga á atriði sem starfsmenn sjá ekki þar sem þeir eru málinu of tengdir. Aukið öryggi getur haft í för með sér óþægindi og óöryggi fyrir starfsfólk ef ekki er staðið rétt að innleiðingu. Með sérfræðiaðstoð má halda þessum áhættuþætti í lágmarki.

Sérfræðingar Advania aðstoða við að rata í verkefninu – hvar á að byrja, hvað er mikilvægast og tímafrekast. Varnasvæðið kerfisins er afmarkað á sem hagkvæmastan hátt og samningur er gerður við vottaðan skönnunaraðila.

Með þekkingu á hvernig staðallinn er túlkaður í nágrannalöndum aðstoða sérfræðingar Advania söluaðila við að skilja og túlka kröfurnar til að ná fram því öryggi sem til er ætlast. Advania býr ennfremur yfir öflugum hugbúnaði og mikilli þekkingu til að gera þær öryggisprófanir á innraneti og hugbúnaði sem kveðið er á um í staðlinum. Gerður er samanburður á kerfinu og kröfum staðalsins og úrbótaáætlun samin.

Eftir að kerfið hefur verið metið og borið saman við staðalinn aðstoðar Advania við að ná fram markmiðunum á sem hagkvæmasta hátt. Ráðgjöf er veitt varðandi kaup á búnaði sem kann að vanta. Sérfræðingar benda á atriði sem ekki eru í staðlinum en þarf lítið að kosta til að ná meiru út úr fjárfestingunni. Farið er yfir verkferla, skjölun og aðgerðaáætlanir til að gera þau PCI samhæfð. Að lokum býður Advania upp á öryggisvitundanámskeið og áframhaldandi aðstoð við að viðhalda því öryggisstigi sem krafist er.