Prentþjónusta

Snorri Páll Jónsson
440 9424

Sérhæfð prentþjónusta

Advania prentar reikninga, innheimtugögn, greiðsluseðla og ýmiskonar breytileg gögn.Þjónustan fer fram á sérhönnuðum tækjum í rakastýrðu rými fyrir alla tegundir prentverkefna. Hátt í 30.000.000 eintaka eru prentuð ár hvert fyrir viðskiptavini. Flestir íslendingar fá efni prentað af Advania daglega inn um bréfalúguna hjá sér.

Helstu kostir

  • Minnkar álag á skrifstofuprenturum
  • Engin trúnaðargögn liggja framar á skrifstofuprenturum fyrir mistök
  • Hagkvæmari vinnsla en hægt er að gera á skrifstofubúnaði
  • Prentun og pökkun í umslög fer fram á sama stað
  • Meiri hraði, aukin gæði og betra verð
  • Unnið í traustu samstarfi við Umslag
  • Örugg miðlun upplýsinga með ISO 27001 vottun og trúnaðaryfirlýsingum starfsmanna
Ummæli
Við höfum starfað náið með Advania sem hefur prentað ýmis breytileg gögn svo sem greiðsluseðla, álagningaseðla og fleira. Það samstarf hefur verið mjög gott og gefandi. Öll framkvæmd hefur verið á traustum grunni og þekking starfsmanna og framlag til fyrirmyndar. Hagræðið af útvistun slíkrar prentþjónustu er ótvíræður og þjónusta Advania hefur verið til fyrirmyndar.
  • Helgi Þór Jónasson, innheimtustjóri
  • Reykjavíkurborg

Örugg miðlun upplýsinga

Upphafið var í ágúst 1952  þegar Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar, skammstafað Skýrr sem nú heitir Advania var stofnað. Markmið félagsins var meðal annars að vinna verslunarskýrslur, rafmagnsreikninga og innheimtugögn sem þeim tengdust.

Allar götur frá stofnun hefur fyrirtækið, nú undir nafni Advania, verið umsvifamikið á íslenskum markaði við útskrift og prentun breytilegra gagna fyrir stór sem smá fyrirtæki og stofnanir. Örugg miðlun upplýsinga hefur verið slagorð þjónustunnar, enda rík áhersla lögð á örugg, vönduð og skjót vinnubrögð.

Samstarf, vottaðir gæða- og öryggisstaðlar

Advania  og Umslag tóku formlega upp samstarf 1999 sem fólst í því að prentbúnaður Advania var hýstur í húsakynnum Umslags. Samvinna er milli fyrirtækjanna um útprentun og pökkun í umslög. Advania er ISO 27001 vottað fyrirtæki.

Umslag ehf. var stofnað árið 1989 og er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði sem og eitt stærsta fyrirtækið hér á landi í pökkun kynningarefnis og annarra gagna fyrir fyrirtæki og stofnanir. Umslag er ISO 27001 vottað fyrirtæki og vottað af Norræna umhverfismerkinu (Svansvottun).

 

Afköst prentþjónustu Advania

Advania prentar hátt í 30.000.000 eintaka á ári og hefur magnið  aukist jafnt og þétt, þrátt fyrir að notkun á pappír fari minnkandi í heiminum. Alltaf sjá einhverjir hag í því að nýta prentþjónustu við útgáfu og útsendingu efnis, þar sem pappír er og hefur verið besti geymslumiðill upplýsinga sem stenst tímans tönn.