Rafrænir reikningar

Hagræðing og aukinn hraði

Með reikningagátt Advania getur þú sent og móttekið rafræna reikninga frá birgjum og viðskiptavinum hér heima og í  Evrópu. Advania býður uppá heildarlausnir, þjónustu og ráðgjöf í rafrænum viðskiptum svo þú getur hagrætt hjá þér hratt og örugglega.

Helstu kostir rafrænna reikninga

  • Flýtir fyrir skráningu gagna og fækkar skráningarvillum
  • Örugg rafræn viðskipti og hraðari vinnsla á pöntunum
  • Rafrænir reikningar einfalda ferla og bæta upplýsingagjöf


Reynslusaga frá viðskiptavini

Fyrirtæki ákvað að byrja að nota rafræna reikninga fyrir 4 mánuðum.
Fyrirtækið sendir í dag um 300 rafræna reikninga á mánuði

  • Áður kostaði hver reikningur um 200 krónur
  • Núna kostar hver reikningur um 29 krónur
300 x 200 kr.      60.000 kr.
300 x 29 kr.    8.700 kr.
Sparnaður  51.300 kr.

Rafræn viðskipti

Fyrirtæki og stofnanir geta með einföldum hætti tekið upp rafræn viðskipti. Advania býður upp á heildarlausnir fyrir fyrirtæki, jafnt stór sem smá. 
Tilkostnaður við að taka upp pappírslaus viðskipti er lítill en hagræðingin mikil.
   

Evrópskir viðskiptastaðlar BII og NES

Mikil vinna hefur verið unnin hérlendis og í Evrópu til að skapa sameiginlega staðla til að byggja rafræn viðskipti á. Markmið þessarrar vinnu er að tryggja að fyrirtæki geti stundað rafræn viðskipti sín á milli óháð staðsetningu.  Þessi vinna hefur nú skilað stöðlum fyrir helstu viðskiptaskjöl, ss. sölureikninga, kreditreikninga, pantanir og margt fleira.  Skeytamiðlun Advania styður á hverjum tíma þá staðla sem hafa verið gefnir út hérlendis.  Með því að velja Skeytamiðlun Advania sem þjónustuveitu í rafrænum viðskiptum opnast aðgangur að rafrænum viðskiptaferlum jafnt innanlands og erlendis sem geta skapað hagræðingu og aukin gæði og öryggi í þínum viðskiptaferlum.Aukaþjónusta í boði

Samhliða því að dreifa viðskiptagögnum með rafrænum hætti á öruggan máta býður Skeytamiðlun Advania upp á margskonar aukaþjónustu til handa sínum viðskiptavinum. Þessi aukaþjónusta er hugsuð sem valmöguleika fyrir fyrirtæki eða stofnanir til að geta hagrætt enn frekar.

  • Prentun hjá Advania
  • Innri birting
  • Kröfupottur Reiknistofnun bankanna
  • Birtingakerfi Bankanna
  • Innheimta

Grunnskeyti, send og móttekin að 50kB

*Afsláttur miðast við magn á mánuði.

 Magn           *Afsláttur         Afsl. kr.           Nettó verð           
 1-149  0%  0 kr.  30 kr.
 150  1,5%  0,5 kr.  29,6 kr.
 200  2%  0,6 kr.  29,4 kr.
 500  5%  1,5 kr.  28,5 kr.
 1000  10%  3 kr.  27 kr.
 1500  15%  4,5 kr.  25,5 kr.
 2000  20%  6 kr.  24 kr.
 3000  30%  9 kr.  21 kr.
 4000  40%  12 kr.  18 kr.
 5000+  50%  15 kr.  15 kr.
Geymslugjald fyrir hver byrjuð 50 kB umfram grunnskeyti 15 kr.

Aukaþjónusta

Birting á sértæku stílsniði með einni uppsetningu 90.000 kr.                  
Enduruppsetning á sértæku stílsniði 12.000 kr.
Bankabirting í RB 45 kr.
Uppsetning á bankabirtingu 30.000 kr.
Prentun Hafa samband

Öll verð eru án vsk.