Diana

Helgi Magnússon
440 9926

Fjölþætt sjúkraskrárkerfi 

DIANA er heildar upplýsinga- og stjórnunarkerfi á heilbrigðissviði. DIANA kerfið er notað af læknum, meðferðaraðilum og sjúkrastofnunum. Kerfið hentar öllum sem hafa einstaklinga í lengri eða skemmri meðferðum. Einn af styrkleikum DIANA kerfisins er skráning mælinga yfir tímabil og samantekt á niðurstöðum sem gerir mögulegt að meta árangur af meðferðum. Allar skráningar og breytingar á gögnum eru rekjanlegar og aðgangur er bundinn við notendur.

Helstu eiginleika kerfisins:

  • Tímabókanir og SMS áminningakerfi
  • Samskiptadagbók (dagálar) og yfirlit yfir sögu samskipta
  • Fjölbreytt skráningarform bæði stöðluð og séraðlöguð   
  • Greiningar
  • Rafrænir lyfseðlar og samskipti við SÍ, Landlæknisembættið og fleiri
  • Almennar skýrslur, bréfakerfi og skjalageymsla
  • Reikningar og uppgjör
Ummæli
DIANA sjúkraskrárkerfið hefur nú verið í notkun í tvö ár á Heilsustofnun HNLFÍ. Á þeim tíma hefur það gjörbreytt allri starfseminni. Kerfið heldur utan um sjúkraskrár, bókanir í dvöl, biðlista, árangursmælingar og meðferðaráætlun dvalargesta. Með tilkomu DIANA varð yfirsýn yfir starfsemina allt önnur og markvissar.
  • Óskar Jón Helgason, innlagnarstjóri
  • Heilsustofnun HNLFÍ

Þegar einstaklingur hefur verið valinn er hægt að skrá og fjölbreyttar upplýsingar um hann.
Sýnishorn af eyðublöðum í Díana

DIANA inniheldur mikinn fjölda af stöðluðum formum eða eyðublöðum.

Formin geta verið séraðlöguð fyrir viðkomandi starfsemi eða almenn eins og fyrir SÍ eða rannsóknarstofur. 

DIANA heldur utan um þær rannsóknir og mælingar sem sjúklingur hefur farið í. Allar rannsóknir eru staðlaðar til að tryggja samræmi.

Stuðst er við LOINC rannsóknarstaðalinn sem inniheldur yfir 32.000 mismunandi rannsóknir og mælingarstaðla. Landlæknisembættið hefur mælt með notkun LOINC staðalsins á Íslandi. Advania hefur nú þegar staðfært hundruði rannsóknar- og mælingareyðublaða og fer þeim ört fjölgandi. Notkun LOINC staðalsins einfaldar stórlega allan samanburð og meðhöndlun gagnanna sem DIANA safnar um skjólstæðinganna.

Það þarf enga forritunarkunnáttu til þess að stofna nýja rannsókn og getur notandinn stofnað rannsókn eða breytt þeim sem fyrir eru að vild. Vikmörk mælingarniðurstaðna má breyta og skilgreina eftir kyni og aldri.

Rannsóknarniðurstöður eru sýndar með mismunandi hætti; á grafi, eins og sést hér að ofan, í tímaröð, kökuriti og á töfluformi eins og sjá má hér fyrir neðan. Birtingarform niðurstaðna er uppsetjanlegt af notanda.

Til að auðvelda samanburð má jafnvel sjá niðurstöður margra rannsókna á sama grafi.

Unnt er að nálgast þá sjúkraskýrslu sem tengist viðkomandi rannsókn með einum músarsmell og auðvelt er að setja rannsóknir inn í eyðu- eða vinnublöð.

Tengingar við rannsóknartækja

Kerfið býður upp á tengingar við margskonar rannsóknartæki fyrir sjálfvirka skráningu rannsóknarniðurstaðna. Þegar rannsóknartæki eru tengd við kerfið fara allar niðurstöðurnar sjálfvirkt inn í kerfið samkvæmt LOINC staðlinum sem tryggir samræmda og örugga skráningu gagna.

Viðskiptavinir geta valið hvort kerfið er hýst í þeirra umhverfi eða í öruggu rekstrarumhverfi Advania sem veitir meðal annars aðgang að 24/7 þjónustu og afritatöku.

Meðal notenda eru: Reykjalundur, HNLFÍ og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn.