Hannibal

Örn Arason
440 9633

Hannibal er hugbúnaður sem léttir rekstraraðilum orlofshúsa störfin

Kerfið heldur utan um réttindi og forgangsröð félagsmanna til úthlutunar orlofshúsa. Úthlutunarbréf, samningar og synjunarbréf eru prentuð sjálfkrafa. Hannibal geymir sögu úthlutana og synjana ásamt sögu viðhalds húsa og innanstokksmuna. Auðvelt er að varpa skýrslum yfir í ritvinnslukerfi og töflureikni. Hannibal býður jafnframt upp á skráningu og afgreiðslu umsókna í gegnum Netið.

Hannibal er notendavænn hugbúnaður og ákjósanlegur kostur fyrir starfsmanna- og stéttarfélög af öllum stærðum og gerðum.

Kostir og eiginleikar

 • Aukin þjónusta við félagsmenn
 • Einfaldari og betri aðgangur notenda að upplýsingum og þjónustu
 • Mun minna álag á starfsmenn félaganna þegar pantanir og leiga á orlofshúsum fer fram með sjálfsafgreiðslu félagsmanna á vefnum
 • öryggi við úthlutanir og utanumhald leigu og eigna
 • öruggar greiðslur á vefnum
 • aukin nýting á orlofshúsum samfara aðgangi félagsmanna að orlofshúsavefnum
Ummæli
Allt pöntunarferlið er nú aðgengilegt á netinu, sem er gríðarleg breyting á því sem áður var, og fólk er afskaplega ánægt.
 • Sigríður Friðgeirsdóttir, sérfræðingur
 • Landsbanki Íslands
Umsjón með réttindum og forgangsröð félagsmanna til úthlutunar orlofshúsa. Úthlutunarbréf, samningar og synjunarbréf eru prentuð sjálfkrafa. Hannibal geymir sögu úthlutana og synjana ásamt sögu viðhalds húsa og innanstokksmuna. Auðvelt er að flytja skýrslur yfir í Word og Excel.
Félagsmenn geta skoðað orlofshús á vefnum, fundið laus tímabil, pantað húsin og gengið frá  greiðslu ef við á. Á skilgreindum úthlutunartímabilum fer pöntun í gegnum úthlutunarferli  og viðkomandi fær bréf og/eða tölvupóst um hvort hann hafi fengið úthlutað bústað. 
Utan úthlutunartímabila er hægt að leita að orlofshúsi, panta það og ganga frá greiðslu með  kreditkorti á vefnum.

Meðal notenda Hannibals eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins:

 • Orlofssjóður BHM
 • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
 • Félag íslenskra atvinnuflugmanna
 • Landsbanki Íslands
 • Íslandsbanki
 • Orkuveita Reykjavíkur
 • Rarik
 • Starfsmannafélag N1
 • SFR
 • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
 • Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi
 • Kjölur
 • Arion Banki
 • Flugfreyjufélag Íslands
 • Landsvirkjun