S5 Leikskólinn

Gísli Ragnar Ragnarsson
440 9361

Fullkomið kerfi fyrir rekstur leikskóla 

S5 Leikskólinn er hugbúnaðarkerfi til að halda utan um umsóknir um leikskólavist og rekstur leikskóla. S5 Leikskólinn styður allt ferlið frá því að umsókn um leikskólavist er fyllt út á vefnum þangað til barn útskrifast úr leikskóla. Kerfið reiknar dvalargjöld og skilar útreikningum í viðskiptabókhald. Kerfið reiknar einnig barngildi leikskóla og einstakra deilda innan leikskóla, m.a. í þeim tilgangi að meta álag og starfsmannaþörf.

Helstu kostir kerfisins

 • Umsókn fyllt út á vefnum
 • Sjálfkrafa útfylling eyðublaða út frá upplýsingum í kerfinu
 • Utanumhald grunnupplýsinga um starfsfólk og leikskóla
 • Reikna barngildi leikskóla og einstakra deilda innan leikskóla
 • Utanumhald umsókna um heimgreiðslur
 • Útbúa lista, s.s. umsóknarlista, biðlista, dvalarlista o.fl.

Veflausn

S5 Leikskólinn er veflausn og því aðgengilegt öllum skilgreindum notendum sem aðgang hafa að vefnum. Ekki þarf að setja upp sérstakan hugbúnað á tölvum notenda til að nota kerfið.


Einfalt og sveigjanlegt kerfi

Kerfið er sveigjanlegt, sem gefur kost á auðveldum aðlögunum að sérþörfum, sem oft er nauðsynlegt gera þar sem verk eru ekki alltaf unnin á sama hátt í öllum leikskólum. Sem dæmi má nefna að einfalt er að breyta eða bæta við skráningarsvæðum og stýra hvaða upplýsingar eru birtar í sýnum.

Í S5 Leikskólanum er meðal annars hægt að:

 • Fylla út umsóknareyðublað á vefnum
 • Skilgreina notendahópa og stýra aðgangi
 • Útbúa eyðublöð (t.d. dvalarsamninga), bréf og þess háttar sem fyllt eru sjálfkrafa út með upplýsingum úr kerfinu auk innsláttar
 • Sækja upplýsingar um börn og foreldra í Þjóðskrá
 • Halda utan um grunnupplýsingar um starfsfólk og leikskóla
 • Skrá og halda utan um nauðsynlegar forsendur reikningagerðar
 • Reikna út dvalargjöld og skila niðurstöðum í viðskiptabókhald
 • Reikna barngildi leikskóla og einstakra deilda innan leikskóla
 • Halda utan um og stýra flutningi barna á milli leikskóla
 • Skrá og halda utan um innkaup og eignir leikskólans (bækur, geisladiska o.s.frv.)
 • Halda utan um umsóknir um heimgreiðslur á vefnum
 • Stilla sjálfvirkar áminningar og tölvupóstssendingar t.d. til foreldra við móttöku umsóknar
 • Vista og halda utan um hvers kyns tölvutæk skjöl, svo sem ritvinnsluskjöl, ljósmyndir, hljóð, hreyfimyndir og skönnuð skjöl
 • Útbúa skýrslur til Hagstofu
 • Útbúa margvíslega og fjölbreytta lista og sýnir á gögn, svo sem umsóknarlista, biðlista, dvalarlista og fleira
 • Greina ýmsar tölfræðiupplýsingar út frá gögnum í kerfinu