Orkulausnir

Örn Arason
440 9633

Lausnir fyrir orkufyrirtæki

Advania hefur sérhæft sig í hugbúnaði og þjónustu við orkufyrirtæki. Rekstur veitufyrirtækja er mjög flókinn og mikil þörf á sérhæfðum lausnum til að einfalda ferli og styðja við reksturinn.

Sérstaða Advania liggur í áralangri reynslu af að aðstoða fyrirtækin við að laga sig að síbreytilegu lagaumhverfi og markaðsaðstæðum.

Advania er samstarfsaðili Logica varðandi Lettera orkulausnirnar og Ferranti um Mecoms orkulausnirnar (Microsoft Dynamics Ax).

Samhliða setningu nýrra raforkulaga var ákveðið var að setja á stofn miðlægan mæligrunn og samskiptamiðstöð fyrir raforkugeirann á Íslandi (Netorku). Gerður var samningur við Advania og WM-data um lausn fyrir Netorku sem notuð væri fyrir alla sölu- og dreifiaðila raforku á Íslandi.

Þetta þýðir að öll orkufyrirtæki landsins sem sjá um sölu og dreifingu rafmagns nota lausnir frá Advania og WM-data fyrir uppgjör og samskipti sín á milli.

Helstu viðskiptavinir Advania í orkugeiranum eru:

  • Hitaveita Suðurnesja
  • RARIK
  • Landsnet
  • Landsvirkjun
  • Netorka
  • Norðurorka

Advania hefur lengi séð orkufyrirtækjum fyrir lausnum fyrir bókhald, reikningsgerð, innheimtu og utanumhald raforkumæla. Samfara markaðsvæðingu orkugeirans hafa bæst við lausnir fyrir söluaðilaskipti og rafræn samskipti, mæligögn og uppgjör þeirra, kerfi til viðskiptaumsjónar og markaðsátaka (CRM) ásamt veflausnum.