A-Collect

Heildstætt kerfi til fjarálestrar af ýmsum tegundum mæla.

Frá upphafi var kerfið hannað til að mæta þörf markaðarins fyrir fleiri álestra yfir árið, afnám áætlunarreikninga, og til að einfalda skipti á afhendingaraðila orku.

A-collect getur meðhöndlað mæla fyrir rafmagn, gas, umframorku og vatn. 

Hægt er að meðhöndla mismunandi gerðir mæla sem gefa frá t.d. púlsa, Mbus/61107 o.fl. Kerfið býður jafnframt upp á mikinn sveigjanleika þannig að hægt er að nýta A-collect bæði fyrir þéttbýli og fyrirtæki, sem og dreifbýli. 

Kerfið hentar fyrir innsetningu fyrir allt frá einum mæli yfir 2 milljónir mæla. Það er einfalt að stækka og bæta við og þarfnast ekki mikillar aðlögunar. 

A-collect er mjög samhæft V-store, en er jafnframt hægt að nota beint með K-plus reikningakerfinu frá Lettera.