C-Center

C-CENTER - léttir álag á þjónustuverin og eykur aðgang viðskiptavina

Með C-center geta veitur boðið viðskiptavinum sínum upp á að framkvæma ýmsar aðgerðir beint í gegnum netið eða síma.

Í dag gera viðskiptavinir æ meiri kröfur til þess að geta nálgast þjónustu þegar þeim hentar. Atriði eins og að breyta persónuupplýsingum, greiðslumáta, tilkynna flutning, skrá álestur, skoða ársnotkun, verð eða reikninga eða senda inn verkbeiðni hafa hingað til verið meðhöndluð af þjónustuverum innan ákveðins tímaramma.

Með C-center geta viðskiptavinir nú gert þetta sjálfir, þar sem þeim hentar, þegar þeim hentar. C-center virkar eins og gluggi inn á önnur Lettera kerfi, s.s. K-plus og V-store.

Hægt er að velja hvort nýjar upplýsingar skrást strax inn í gagnagrunninn eða hvort upplýsingarnar eru yfirfarnar fyrst. Kerfið býður einnig upp á mikla möguleika til að skoða notkun viðskiptavina á C-center. Einfalt er að stækka kerfið og aðlaga að þörfum einstakra fyrirtækja.

C-center byggir á Microsoft Internet Information Server og Microsoft Transaction Server og styður alla algengustu vafra.