K-Plus

K-plus er viðskiptamannakerfi fyrir orkuveitur og sveitarfélög. Kerfið er einkum sérsniðið að meðhöndlun reikningagerðar og innheimtu, en er með innbyggt mæla- og álestrautanumhald.

K-plus er sænskt að uppruna, en hefur verið aðlagað og staðfært til notkunar hér á landi. K-plus getur staðið eitt og sér, en með tengingu við aðrar Lettera kerfiseiningar næst meiri sérhæfing með markvissri upplýsingasöfnun sem leiðir til betri þjónustu við viðskiptamenn.

Gagnaflæði milli stofnana er snar þáttur í umhverfi orkuveitna og er tekið á þeim þætti í Lettera fjölskyldunni.

K-plus skiptist í stórum dráttum í eftirtalda þætti:

  • Þjónusta. Í þjónustuhluta K-plus kerfisins er viðskiptamannaskrá tengd við notkunarstaði sem tengjast veitum. K-plus býður upp á sérsamninga við einstaka viðskiptavini, mismunandi greiðslumáta og ýmsa möguleika í reikningsgerð, t.d. einn greiðslureikning fyrir alla notkunarstaði, einn greiðslureikning fyrir sérhvern notkunarstað eða einn greiðslureikning fyrir sérhvern mæli. 
  • Mælar eru flokkaðir eftir eiginleikum. Þeir eru pantaðir og afgreiddir inn á lager og þaðan uppsetjanlegir áveitum til reikningsgerðar. Mælar geta haft mörg teljaraverk sem hvert um sig hefur tengingu við gjaldskrá. Mælaskráin geymir einnig upplýsingar um samtengingu tækja, mælingar, sem tengjast veitum. Viðamikið ferilskerfi er að finna inn mælakerfis. Mælum er fylgt frá innkaupum inn á lager, milli lagera, til uppsetningar og niðurtöku og loks þar til þeim er fargað. 
  • Húsveitukerfi. Sérhver veita, sem er með uppsettan rafmagnsmæli, er með tengingu við heimtaug. Ein heimtaug getur vísað á marga mæla. Verkferill rafverktöku og tengingar heimtaugar er skráður í K-plus með ítarlegum upplýsingum. 
  • Álestrar. Upplýsingar um álestra berast inn í K-plus með aðstoð handtölva eða með beinni skráningu. Einnig er boðið upp á skráningu álestra í tengslum við fjarmælingar og með skráningu á netinu. 
  • Reikningagerð. K-plus býður upp á fjölfyrirtækjavinnslu með mismunandi eyðublöðum fyrir sérhvert fyrirtæki. Reikningsgerðarmynstur er skilgreint fyrir sérhverja veitu þannig að t.d. eru gefnir út fimm áætlunarreikningar og einn uppgjörsreikningur árlega eða jafnvel einungis einn uppgjörsreikningur á ári. Boðið er upp á greiðsluseðlaútfærslu, bein- og boðgreiðslu. 
  • Skuldaskrá. Öflug skuldaskrárvinnsla með eftirrekstraraðgerðum er til staðar í K-plus. Með örfáum gluggum er unnið með allar nauðsynlegar aðgerðir svo sem bakfærslu, endurgerð reikninga, afturköllun á innborgun, inneignarfærslur o.s.frv. Eftirrekstur byggir á útsendingu áminningar og síðar lokunarfyrirmælum og loks lögfræðiinnheimtu. 
  • Kerfisumhald. Sérstakar vinnslur eru í K-plus fyrir kerfisstjóra. Þar er öflugt aðgangsstýringarkerfi og hægt er á auðveldan hátt að bæta vinnslum inn í valmyndakerfið. 
  • Skýrslugerð. Margs konar úttak er að finna í K-plus. Auðvelt er að bæta við nýjum skýrslum. K-plus kerfið er í notkun hjá RARIK og Hitaveitu Suðurnesja.