V-Store - meðhöndlun á mæligögnum

V-store kerfið les inn og meðhöndlar upplýsingar um álestur mæla auk tímaraða og stöðutegundar þeirra.

Innlestur gagna getur verið ýmist sjálfvirkur eða handvirkur. Við innlesturinn fara fram prófanir á gögnunum til þess að tryggja áreiðanleika þeirra. Ýmisir möguleikar eru á úrvinnslu og leiðréttingar á innlesnum gögnum. Haldið er utan um breytingasögu gagnanna. Kerfið býður upp á fjölbreytta möguleika til útreikninga.

V-store styður ýmis ólík form til innlestrar, m.a. MSCONS, DELFOR og SVEF og er hægt að taka gögn inn með t.d. EDI eða frá AMR kerfum eins og t.d. A-collect. Útlestur á gögnum getur farið fram á ýmsan máta.

V-store býður upp á nokkrar tegundir af skýrslum og getur frálag þeirra m.a. verið á Excel, XML, HTML eða textaskrárformi. Auk skýrslna býður kerfið upp á að setja gögn myndrænt fram, í gröfum og töflum.

Hægt er að kaupa sérstakar einingar í V-store s.s. BA module sem notaður er til útreikninga á jöfnunarorku.