S5 Hugbúnaðarkerfið

Gísli Ragnar Ragnarsson
440 9361

Sveigjanlegur hugbúnaður til að gera sérsniðnar veflausnir 

S5 er byggður upp á stökum einingum sem raða má saman og búa til sérsniðna hugbúnaðarlausn án mikils tilkostnaðar, en hægt er að spara mikla forritunarvinnu með því að nota S5 í stað þess að skrifa tölvukerfi frá grunni. Á skömmum tíma er til dæmis hægt að setja upp skjalastjórnunarkerfi, verkbeiðnakerfi eða málakerfi, sem er fullkomlega aðlagað aðþörfum viðskiptavinarins. 

Helstu eiginleikar S5:

 • Ekki þarf að setja upp sérstakan búnað til að nota kerfið
 • Sveigjanleiki í að skilgreina ferla, stöðurit, innsláttarsvið og reglur
 • Stillanlegt viðmót án forritunar
 • Sjálfvirkar áminningar og tilkynningar
 • Góð hjálp og skýrar hjálparmyndir
 • Öflugar aðgangsstýringar
 • Skjalavistun og öflug leit í gagnagrunni og fylgiskjölum

Tæknilegt umhverfi

 • Stuðningur við algengustu vefrápara
 • MS-SQL gagnagrunnur
 • Tengingar við MS-Exchange og Lotus Notes póstþjóna
 • Þróað í .NET og C#

 S5 hentar sérstaklega vel fyrirtækjum sem þurfa að halda utan um hverskyns verkefni og þjónustu. Nútíma kröfur um gæðavinnubrögð krefjast þess að mál séu afgreidd fljótt og vel, það sé hægt að rekja feril þeirra og sjá stöðu þeirra. S5 er afar sveigjanleg þjónustulausn sem leysir þetta verkefni og er auðvelt að aðlaga að mismunandi kröfum og ferlum.

Veflausn sem hægt er að leigja aðgang að

S5 er veflausn og því aðgengileg öllum skilgreindum notendum sem aðgang hafa að veraldarvefnum. Í stað þess að kaupa S5 lausn, getur viðskiptavinur leigt aðgang að lausninni, sem þá er hýst hjá Advania.