Samþætting

Samþætting upplýsingakerfa 

Advania býður upp á hugbúnaðarlausnir fyrir samþættingu upplýsingakerfa, rafræn samskipti milli fyrirtækja, vefgáttir og skyld viðfangsefni. Slíkar tengingar gera fyrirtækjum kleift að láta gögn flæða sjálfvirkt milli hugbúnaðarkerfa óháð því á hvaða kerfi viðkomandi hugbúnaður keyrir. Fyrirtæki geta því leitað bestu lausna á hverju sviði fyrir sig án þess að fórna skilvirkni upplýsingakerfisins í heild.

Við veljum þau verkfæri og tækni sem best hentar

Í meira en áratug hefur Advania verið leiðandi á sviði samþættingar á Íslandi og meðal viðskiptavina eru mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Advania hefur í samstarfi við viðskiptavini sína innleitt þjónustumiðaða tæknihögun fyrir margar atvinnugreinar svo sem banka, fjarskiptafyrirtæki, samgöngufyrirtæki og sjúkrahús. Í hverju tilviki velur Advania þau verkfæri og þá tækni sem best hentar.  

Nýttu þér reynslu okkar á sviði samþættingar

Hjá Advania starfa í dag yfir 30 sérfræðingar með mikla reynslu á sviði samþættingar.  Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf um val lausna, arkitektúr og stefnumótun í upplýsingatækni.  Við sjáum um innleiðingu samþættingarbúnaðar og viðskiptaferla ásamt því að vakta og reka kerfi í notkun. 

webMethods

Software AG er leiðandi fyrirtæki á sviði samþættingar hugbúnaðarkerfa.

BizTalk

Hugbúnaður í Visual Studio þar sem notandinn vinnur með tengingar við ytri kerfi og mappar gögn á XML formi.

Tibco

TIBCO Software er bandarískt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum sem tengja saman ólík hugbúnaðarkerfi í rauntíma.