Hugsað í ferlum frekar en kerfum

Rekstararhagkvæmni og aukin framleiðni

Upplýsingakerfi fyrirtækja og stofnana eru gjarnan hugsuð út frá kerfum. Eitt kerfi þjónar bókhaldi, annað sölu, þriðja birgðahaldi, fjórða starfsmannahaldi o.s.frv. Á undanförnum árum hefur þróast önnur nálgun á upplýsingavinnsluna þar sem sjónarhornið er á verkferlana (e. Business Process).   webMethods hefur að margra áliti tekið forystu á þessu sviði með nýjustu útgáfunni af sínum hugbúnaði.

Útrýmum handavinnu

Mörg fyrirtæki hafa náð fram mikilli rekstrarhagkvæmni með innleiðingu viðskiptaferla.  Dæmigerður viðskiptaferill inniheldur mörg handvirkum skref sem hægt er að gera sjálfvirk. Til dæmis má nýta viðskiptareglur sem byggðar eru inn í ferla til að stytta leiðir og fækka handvirkum aðgerðum. 

Við greinum og innleiðum viðskiptaferla

Advania hefur lengi aðstoðað fyrirtæki til að greina og innleiða viðskiptaferla. Áhugi á þessu sviði er mjög vaxandi og þegar fyrirtæki hafa byggt upp þjónustumiðaða högun í upplýsingatæki er kominn jarðvegur til að innleiða viðskiptaferla. 

Verkfæri SoftwareAG á sviði stýringu verkferla

SoftwareAG býður tvö verkfæri á sviði stýringu verkferla (Business Process Management):
  • ARIS sem er skýjaumhverfi til að hanna viðskiptaferla 
  • webMethods BPMN  ferlavél þar sem keyrir viðskiptaferla í upplýsingtækniumhverfi fyrirtækja. Með verkfærunum er hægt að greina ferla, sjá hvar flöskuhálsar myndast og hvernig er hægt að þróa ferlana til að tryggja sem mesta skilvirkni

Nánari upplýsingar um stjórnun verkferla - Business Process Management